fbpx

Nokkrar nýjar þjónustur bættust í forritaúrvalið á Apple TV í gær, auk þess sem YouTube, eitt elsta forritið á Apple TV tækjum fékk stóra uppfærslu.

YouTube notendur fá nú aðgang að öllu myndbandasafni YouTube, fá meðmæli um myndbönd til að horfa á miðað við nýlega áhorfssögu, og möguleikann á að gerast áskrifendur að YouTube rásum. Það sem flestir munu þó taka eftir er að við áhorf myndbanda birtast nú auglýsingar.

Í myndbandinu fyrir neðan geturðu séð smá kynningu sem sýnir hvað er nýtt.

http://www.youtube.com/watch?v=lB6gIroaizU

Nokkrar aðrar þjónustur bættust líka við, þ.e. DailyMotion, UFC.TV, Fusion og The Scene. Af þessum þjónustum er það helst myndbandasíðan DailyMotion og UFC.TV sem Íslendingar kannast við, en óskahnefi þjóðarinnar hann Gunnar Nelson er á mála hjá bardagasambandinu.

UFC.TV mun bjóða notendum sínum svokallaðan Fight Pass sem kostar 10 dali/mánuði, og mun gera aðilum kleift að horfa á bardaga í beinni. Nokkuð sem er vert er að hafa í huga þegar Gunnar mætir næst í átthyrninginn.

Write A Comment