fbpx

iPad retina

Fyrr í dag þá kynnti Apple 128GB útgáfu af fjórðu kynslóðar iPad (eða iPad 4).

Phil Schiller, markaðsstjóri Apple, greindi einnig frá því að fyrirtækið hefði nú selt 120 milljón iPad spjaldtölvur.

Wi-Fi útgáfan af 128GB iPad mun kosta $799 í Bandaríkjunum, og Wi-Fi+4G $929.

Ef tekið er mið af verðmuninum á fjórðu kynslóð af iPad með 16GB geymslurými (sem kostar $500 í Bandaríkjunum, en 89.990 hérlendis) og iPad með 128GB geymslurými, þá má áætla að 128GB Wi-Fi útgáfan muni kosta u.þ.b. 144.900 kr. hérlendis og 165.900 fyrir Wi-Fi+4G. (Athugið að þessar tölur eru eingöngu getgátur, sem miðast við hlutfallslegan verðmun á iPad og iPad mini í Bandaríkjunum).

Avatar photo
Author

Write A Comment