Í gær þá kom tímabær uppfærsla af hinu vinsæla Remote forriti fyrir iOS, sem er nú komið í útgáfu 3.0.1.
Með forritinu geta er hægt að stjórna iTunes safni tölvunnar eða Apple TV úr iPhone eða iPad.
Með uppfærslunni þá er leitarmöguleiki kominn í forritið, auk þess sem ýmsar villur voru lagaðar þannig að forritið er nú stöðugra.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir helstu möguleika forritsins:
- Stjórnaðu iTunes og Apple TV hvar sem er á heimilinu
- Einfalt viðmót til að skoða safnið þitt
- Sjáðu hvaða lög eru væntanleg í spilun með Up Next
- Sjáðu öll lög á breiðskífu með Expanded view á iPad
- Bættu lögum við til að heyra þau næst og haltu svo áfram þar sem frá var horfið
- Skoðaðu, hlustaðu á og stjórnaðu iTunes Match safninu þínu á Apple TV
- Pásaðu, spólaðu til baka/áfram og breyttu hljóðstyrknum úr iPhone, iPad eða iPod touch
- Búðu til og uppfærðu lagalista í iTunes, einnig, Genius lagalista
- Leitaðu í öllu iTunes safninu þínu
- Stjórnaðu iTunes og sendu tónlist í AirPlay tengda hátalara
- Stjórnaðu hljóðstyrk í hverjum hátalara
- Notaðu einfaldar hreyfingar (e. gestures) til að stjórna Apple TV
- Ritaðu texta með lyklaborðinu á iOS tækinu þínu
Remote forritið er fáanlegt í App Store og er ókeypis.
Remote [App Store]