fbpx

Macbook Pro Retina

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple sendi fréttatilkynningu frá sér í gær, þar sem uppfærð útgáfa af Macbook Pro Retina var kynnt til sögunnar.

Í fréttatilkynningunni segir að dýrari gerðir tölvunnar fá aðeins hraðari örgjörva (þ.e. 2,6 GHz í staðinn fyrir 2,5 GHz), auk þess sem tölvan mun lækka í verði. Verðlækkun tölvunnar á einungis við um Macbook Pro Retina með 13″ skjá, en ódýrasta gerðin mun lækka um 200 dollara í verði vestanhafs, og kostar nú kosta 1499 dollara.

Ef þessi verðlækkun verður svipuð hérlendis, þá mun verð tölvunnar lækka úr 349.990 niður í u.þ.b. 310 þúsund krónur.

Avatar photo
Author

Write A Comment