Hópur hakkara réðst á vefþjóna Evernote um helgina, og komst yfir lykilorð notenda.
Evernote hefur brugðist við þessu með því að krefja alla notendur þjónustunnar, u.þ.b. 50 milljón talsins, um að breyta lykilorðum sínum þegar þeir innskrá sig á Evernote.com
Ef þú ert Evernote notandi þá mælum við eindregið með að þú farir á Evernote.com núna og breytir lykilorðinu þínu. Sjá nánar á heimasíðu Evernote.
Hvað er Evernote?
Evernote er þjónusta og forrit til að halda utan um minnispunkta, kvittanir, uppskriftir og margt fleira. Með forritinu geta notendur búið til sérsniðnar „stílabækur“, þannig að auðvelt er að halda minnisskjölum varðandi skólann og uppskriftunum þínum aðskildum með einföldum hætti.