fbpx
Mynd: Engadget.com

Apple tilkynnti nú rétt í þessu að næsta kynslóð af iOS stýrikerfinu, iOS 5, muni verða gefið út þann 12. október næstkomandi, og að það verði ókeypis uppfærsla fyrir öll iOS tæki sem geta keyrt iOS 5.

iOS 5 inniheldur margar nýjungar sem Apple hefur hefur kynnt áður. Ber þar helst að nefna endurbætt myndavélaforrit, iMessage sem býður iOS 5 notendum á að senda skilaboð sín á milli yfir WiFi eða 3G net, Reminders og margt fleira.

Þá mun iCloud þjónustan frá Apple einnig verða sett í gang 12. október.

Avatar photo
Author

Write A Comment