fbpx

Samsung Galaxy S4

Snjallsíminn Galaxy S4 frá suður-kóreska raftækjaframleiðandanum Samsung er nú kominn á markað, en neytendur viða um heim hafa beðið eftir símanum með nokkurri eftirvæntingu frá því hann var kynntur fyrir rúmum mánuði.

Galaxy S4 keyrir á Android 4.2.2 Jelly Bean stýrikerfinu, ásamt TouchWiz notendaviðmótinu frá Samsung. Nokkrar nýjungar fylgja símanum. Myndavélin hefur verið endurbætt, og er nú 13 MP í stað 8 MP. Þá geta notendur stöðvað spilun myndbanda með því að líta af skjánum, og flett skjölum með því að halla tækinu eða renna hendinni yfir símann.

Galaxy S4 er kominn í forsölu hjá Samsung Setrinu og kostar 134.900 krónur. Takmarkað magn kemur í fyrstu sendingu, enda síminn eftirsóttur á heimsvísu.

http://youtu.be/2LHv1FPd1Ec

Avatar photo
Author

Write A Comment