fbpx

David Ferrer iPhone

Spánverjinn David Ferrer er meðal bestu tennisleikara heims (4. sæti á heimslistanum), og fyrir vikið er hann umlukinn styrktaraðilum sem vilja allt fyrir hann gera.

Einn af styrktaraðilum Ferrer er suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung, og svo virðist sem hluti af samningi hans við fyrirtækið hafi verið að deila því með fylgjendum sínum á Twitter hversu frábær Samsung Galaxy S4 síminn væri.

Nú, Samsung Galaxy S4 er vafalaust frábær sími, og Ferre gerði vel með því að greina frá því á Twitter síðunni sinni. Vandinn er bara sá að hann gerði það úr iPhone símanum sínum, sem hann virðist nota meira í daglegu lífi heldur en Samsung Galaxy S4.

Ef Twitter færslu tennisstjörnunnar er snarað yfir á íslensku, þá hljóðar hún nokkurnar veginn svona:

Er mjög ánægður með nýja #GalaxyS4 [símann], er núna að stilla S Health á #GalaxyS4 til að hjálpa mér við æfingarnar @SamsungMobile

Ferrer er ekki sá fyrsti sem er gripinn svona í bólinu, en í nóvember á síðasta ári fluttum við svipaða frétt af sjónvarpskonunni Oprah Winfrey.

Avatar photo
Author

Write A Comment