Apple gaf nýlega út iOS 6.1.3 sem lagfærir villur sem gerði notendum kleift að í komast fram hjá Passcode á iPhone símum. Samhliða þessari uppfærslu þá gaf fyrirtækið út Apple TV 5.2.1 og er því hætt að votta (e. signing) Apple TV útgáfu 5.2.
System Preferences stillingargluggann þekkja allir eigendur Apple tölva, svo fremi sem þeir vilja breyta um skjámynd, upplausn, tengja Bluetooth tæki o.fl.
Það getur stundum verið pirrandi þegar maður er lengi að komast í sínar stillingar, vegna þess að í glugganum er aragrúi af stillingum sem maður skoðar aldrei. Gott dæmi um það er Mouse hjá fartölvueigendum og Trackpad hjá flestum borðtölvueigendum (flestum vegna þess að sumir nota Magic Trackpad í borðtölvum).
Þegar umfjöllunarefni kvikmyndar er Steve Jobs þá virðast margir vera um hituna. Kvikmyndin Jobs með Ashton Kutcher í aðalhlutverki er væntanleg í bíó á næstu mánuðum, auk þess sem Aaron Sorkin hefur verið ráðinn til að skrifa handrit eftir ævisögu Walter Isaacson um frumkvöðulinn sérvitra.
Grínveitan Funny or Die ákvað að leggja sitt af mörkum, og leggur nú lokahönd á kvikmyndina iSteve, sem kemur út 15. apríl næstkomandi.
Forritið Instant Heart Rate frá Azumio gerir manni kleift að mæla púlsinn hjá sjálfum sér eða öðrum á nokkuð frumlegan hátt, en til þess notar forritið myndavél símans.
Eftir að maður hefur pantað flugfar til útlanda þá er mesti höfuðverkurinn eftir, hótelgistingin. Hótelið sem gist er á þarf helst að vera fjögurra stjörnu eða meira, nálægt helstu kennileitum og/eða verslunargötum, og kosta minna en 50 dali nóttin… já, maður má láta sig dreyma.
Hotwire reynir að hjálpa hverjum þeim sem er í þessum vanda, með því að bjóða upp á hótelgistingu á lægra verði en gengur og gerist.
Suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu afurð fyrirtækisins, snjallsímann Samsung Galaxy S4, á viðburði sem fyrirtækið stóð fyrir í New York í gær.
Galaxy S4 er léttari og þynnri en forveri sinn, Galaxy S3, en er annars mjög svipaður í útliti. Síminn er með fimm tommu skjá og 441ppi upplausn sem getur spilað myndbönd í fullri háskerpu (1080p). Einnig er hægt að hlaða símann þráðlaust.
Bandaríski samfélagsmiðilinn Facebook vinnur nú hörðum höndum að því að innleiða krossmerki eða hashtags eins og þau eru jafnan kölluð, svo einstaklingar geti fylgst með umræðum um málefni líðandi stundar.
Bandaríska tæknifyrirtækið Google greindi nýlega frá því að Google Reader verði lagður á hilluna 1. júlí næstkomandi.
Í tilkynningu sem birtist á Google Reader blogginu kom fram að notendum þjónustunnar fari fækkandi, og í kjölfarið vill fyrirtækið heldur einbeita sér að þróun annarra verkefna.
Flestir eigendur Kindle lestölvunnar frá Amazon þekkja það hvimleiða vandamál að geta ekki keypt íslenskar rafbækur fyrir tölvuna sína (nema á skinna.is sem selur rafbækur í sniði sem Kindle tölvan les). Ástæðan er ávallt sú sama, viðkomandi búð selur bækurnar í ePub sniði.
Í leiðarvísinum hér fyrir neðan munum við sýna hvernig hægt er að breyta ePub skrám (e. convert) yfir í snið sem Kindle lestölvurnar geta lesið.
Mac: Fyrir 15 árum þá var einfalt að taka upp útvarpsþætti. Aiwa hljómflutningsgræjur voru vinsælasta fermingargjöfin, 3 diska geislaspilari ásamt innbyggðu kassettutæki með upptökumöguleika. Flottasta græjan árið 1998.
Ef vinur eða ættingi átti innslag í útvarpsþætti, eða skemmtilegt lag var væntanlegt í spilun, þá ýtti maður einfaldlega á rauða Rec takkann og yfirgaf herbergið.
Bandaríska fyrirtækið Gogo er nokkuð vinsælt meðal bandarískra flugfarþega, en fyrirtækið veitir flugfarþegum flugfélaga á borð við American Airlines, Delta og Virgin America þráðlaust internet á meðan flugvélin flýgur yfir land með svokallaðri air to ground tækni.
Fyrirtækið gerði nýlega samantekt sem sýnir hvernig einstaklingar nýta sér þjónustu fyrirtækisins.