fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Margmiðlunarforritið XBMC, sem hefur oft verið til umfjöllunar á síðunni er væntanlegt á Android innan tíðar.

Greint var frá þessu fyrir stuttu á XBMC blogginu, þar sem sagt var að XBMC kæmi í Google Play búðina innan tíðar. Hægt verður að keyra forritið á Android spjaldtölvum, símum og margmiðlunarspilurum sem keyra Android.

iPad myndBandaríska dagblaðið New York Times hefur heimildir fyrir því að Apple stefni á útgáfu minni og ódýrari útgáfu af iPad. Vinnuheitið á spjaldtölvunni er iPad mini, og talið er að hún verði talsvert ódýrari en iPad 2, sem kostar $399 í Bandaríkjunum (u.þ.b. 50.000 kr. á gengi dagsins).

Apple TV 3

Þeir sem keyptu Apple TV spilarann sinn í lok mars eða síðar hafa margir lent í því að jailbreak hafi ekki heppnast þegar reynt er að fylgja leiðarvísi síðunnar. Ástæðan er einfaldlega sú þá er um Apple TV 3 (eða 3. kynslóð af Apple TV) að ræða, sem ekki er ennþá hægt að jailbreaka.

Google+ iPadGoogle+ forritið á iOS hefur fengið uppfærslu í útgáfu 3.0 og kemur nú með fullkomnum iPad stuðningi, þannig að iPad notendur á Google+ þurfa ekki lengur að reiða sig á að fá stækkaða útgáfu af iPhone forritinu á tækjum sínum.

App StoreÍ dag fagna Bandaríkjamenn víða um heim þjóðhátíðardegi sínum, en þann 4. júlí 1776 var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituð þegar 13 breskar nýlendur sögðu sig úr lögum við bresku krúnuna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku.

Í tilefni þessa merka dags þá eru ýmis forrit og leikir fyrir iOS (þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch) á sérstakri útsölu í dag í App Store. Leikirnir og forritin sem um ræðir má sjá með því að ýta á meira. Allir tenglar vísa manni beint í App Store búðina ef þetta er skoðað í iPhone eða iPad.

Google Chrome iOSiOS útgáfa af Google Chrome, netvafranum sem er sífellt að sækja í sig veðrið, lenti í App Store laust fyrir helgi. Bæði iPad og iPhone útgáfa komu út þannig að enginn verður svikinn með þessu nýja forriti.

Ef þú notar Google Chrome á tölvunni þinni þá geturðu stillt saman (e. sync) vafrið, þannig að ef þú ert að skoða síður á tölvunni, þá geturðu haldið áfram þar sem frá var horfið í iPhone, iPod Touch eða iPad.

Íslendingar þekkja það flestir að óska einhverjum til hamingju með annaðhvort nýjan fjölskyldumeðlim, prófgráðu, starf eða einhverjar breytingar og sjá svo fjöldann allan af tilkynningum (e. notifications) af því margir aðrir gerðu slíkt hið sama.

Fyrir stuttu síðan gerði Facebook notendum sínum kleift að hætta að fylgjast með slíkum færslum eftir að maður skrifar ummæli við færslu, og það er gert með svohljóðandi hætti:

iPhone: Ef þú ert annaðhvort alltaf að hringja í fólk úr vasanum, eða ert gjarn (eða gjörn) á að hringja í aðra þegar þú úti ert að skemmta þér, þá er Cydia viðbótin (e. Cydia tweak) AskToCall nokkuð sem þú ættir að setja upp.

AskToCall er Cydia viðbót, sem táknar að þú þarft að framkvæma jailbreak á iPhone símanum þínum til að geta notað hana. Viðbótin virkar þanng að þegar þú ætlar að hringja símtal þá þarftu að gera „Slide to call“ ekki ósvipað og „Slide to unlock“ þegar síminn er vakinn úr svefni. Myndbandið að neðan sýnir viðbótina í notkun.

Beamer er lítið forrit á Mac sem gerir manni kleift að spila nánast hvaða videoskrá sem er á Apple TV án nokkurra vandræða. Forritið gagnast annars vegar þeim sem eiga Apple TV 2 og hafa ekki framkvæmt jailbreak á tækinu (en ef þig langar að gera það þá geturðu fylgt leiðarvísi hér). Hins vegar þá er Beamer mjög nýtilegt fyrir þá sem eiga Apple TV 3 (einnig oft talað um tækið sem 3. kynslóð af Apple TV) sem styður 1080p upplausn, en þegar þetta er ritað þá er jailbreak ekki komið fyrir Apple TV 3.

Netflix merkiðLeiðarvísir síðunnar um hægt sé að nota Netflix á Íslandi er flestum lesendum að góðu kunnur. Með vaxandi notkun iOS tækja á borð við iPad og iPhone, þá eru einstaklingar farnir að nota tækin til að horfa á myndbönd í nokkrum mæli.

Leiðarvísinn hér að neðan sýnir hvernig hægt er að nota Netflix á iPad eða iPhone.