Margmiðlunarforritið XBMC, sem hefur oft verið til umfjöllunar á síðunni er væntanlegt á Android innan tíðar.
Greint var frá þessu fyrir stuttu á XBMC blogginu, þar sem sagt var að XBMC kæmi í Google Play búðina innan tíðar. Hægt verður að keyra forritið á Android spjaldtölvum, símum og margmiðlunarspilurum sem keyra Android.
Bandaríska dagblaðið New York Times hefur heimildir fyrir því að Apple stefni á útgáfu minni og ódýrari útgáfu af iPad. Vinnuheitið á spjaldtölvunni er iPad mini, og talið er að hún verði talsvert ódýrari en iPad 2, sem kostar $399 í Bandaríkjunum (u.þ.b. 50.000 kr. á gengi dagsins).

Google+ forritið á iOS hefur fengið uppfærslu í útgáfu 3.0 og kemur nú með fullkomnum iPad stuðningi, þannig að iPad notendur á Google+ þurfa ekki lengur að reiða sig á að fá stækkaða útgáfu af iPhone forritinu á tækjum sínum.
Í dag fagna Bandaríkjamenn víða um heim þjóðhátíðardegi sínum, en þann 4. júlí 1776 var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituð þegar 13 breskar nýlendur sögðu sig úr lögum við bresku krúnuna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku.
iOS útgáfa af Google Chrome, netvafranum sem er sífellt að sækja í sig veðrið, lenti í App Store laust fyrir helgi. Bæði iPad og iPhone útgáfa komu út þannig að enginn verður svikinn með þessu nýja forriti.
Íslendingar þekkja það flestir að óska einhverjum til hamingju með annaðhvort nýjan fjölskyldumeðlim, prófgráðu, starf eða einhverjar breytingar og sjá svo fjöldann allan af tilkynningum (e. notifications) af því margir aðrir gerðu slíkt hið sama.
iPhone: Ef þú ert annaðhvort alltaf að hringja í fólk úr vasanum, eða ert gjarn (eða gjörn) á að hringja í aðra þegar þú úti ert að skemmta þér, þá er Cydia viðbótin (e. Cydia tweak) AskToCall nokkuð sem þú ættir að setja upp.


Leiðarvísir síðunnar um hægt sé að nota