Nokkuð hefur borið á því undanfarna daga að óprúttnir aðilar hafa hringt í fólk, kynnt sig sem starfsmenn tæknifyrirtækisins Microsoft og tjáð aðilum að það sé vírus í tölvunni þeirra.
Við viljum benda lesendum á að þessir aðilar eru svo sannarlega ekki starfsmenn bandaríska tæknirisans.







Bandaríska tæknifyrirtækið Apple gaf út stýrkerfið iOS 7 í gær fyrir eigendur iPhone, iPad og iPod touch tækja. Notendur hafa beðið eftir stýrikerfinu með mikilli eftirvæntingu, og álagið á vefþjónum Apple var svo mikið í gær að margir lentu í vandræðum með að uppfæra tækin sín.