fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Apple TV apps

Apple hefur undanfarna mánuði bætt stuðning við ýmsar nýjar þjónustur eins og HBO GO, ESPN, Disney og margt fleira. Gallinn við þessar þjónustur er að þær eru einungis fáanlegar ef maður er með sjónvarpsáskrift í Bandaríkjunum.

Fyrir vikið er lítið vit í því að hafa þessi forrit á skjánum þar sem þau verða aldrei notuð.

Gylltur iPhone

Í byrjun næsta mánaðar mun Apple kynna næstu kynslóð af iPhone símanum geysivinsæla, og nú hafa þær fréttir borist að Apple muni bjóða iPhone 5S í svörtum, hvítum og gylltum lit.

Tæknivefurinn AllThingsD hefur staðfest þessa orðróma, sem eru taldir hafa nokkuð góða heimildarmenn hjá Apple.

Nova 4G

Fyrr á árinu greindi Nova frá stórum áfanga í sögu fyrirtækisins þegar það hóf 4G þjónustu hérlendis, fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja. Við leituðum til Nova og fengum 4G box lánað frá fyrirtækinu, og hér að neðan getur að líta umfjöllun okkar um 4G kerfi Nova.