fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Outlook iOS

Microsoft hefur gefið út iOS útgáfu af Outlook forritinu góðkunna. Viðmót forritsins er líkara Windows 8 heldur en iOS, en þar sem að margir telja að breytt hönnun á viðmóti í iOS 7 sé undir áhrifum Windows 8, þá er ekkert víst að forritið skeri sig mjög úr þegar iOS 7 kemur út síðar á árinu.

Netflix - Max

Ef þú ert Netflix notandi, þá kannastu eflaust við uppástungur myndveitunnar að efni sem miðast við kvikmyndir og þætti sem þú hefur þegar horft á. Með því að horfa á meira og gefa kvikmyndum og sjónvarpsþáttum einkunn þá verða þessar uppástungur sífellt betri, sem leiðir stundum til þess að fólk uppgötvar nýja þætti og kvikmyndir.

Firefox 22

Firefox vafrinn frá Mozilla hefur fengið enn eina uppfærsluna, og er nú kominn í útgáfu 22. Eins og við höfum áður greint frá þá eru uppfærslur á vafranum orðnar nokkuð tíðar (svo tíðar að við greindum frá því í febrúar að Firefox 19 væri kominn út, en misstum af útgáfu Firefox 20 og Firefox 21)