Fyrir stuttu síðan gerði Facebook þær breytingar á vef sínum að notendur geta nú breytt ummælum sínum við stöðuuppfærslur, myndir o.s.frv.
Til að breyta ummælum þá smelliru bara á X-ið í hægri horninu. Þá færðu möguleika á að breyta ummælum. Einkar hentugt ef maður vill bara laga litla innsláttarvillu eða eitthvað í þeim dúr.
Fyrir síðustu jól þá gaf hljómsveitin Gorillaz út plötu sem hún dreifði frítt til aðdáenda sinna. Platan er nokkuð sérstök að því leyti að hún var alfarið unnin á iPad í eigu forsprakka sveitarinnar, Damon Albarn, á meðan hljómsveitin var á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.
Hin árlega Apple Worldwide Developers Conference eða WWDC, stendur nú yfir í San Francisco í Bandaríkjunum (6.-10.júní). Síðastliðinn mánudag var iOS 5 kynnt með pompi og prakt.
Margur Facebook notandinn kvartar sáran undan því að þurfa alltaf að smella á „Nýtt“ eftir að fréttaveitan birtist eftir innskráningu. Ástæðan er sú að þessar færslur sem Facebook flokkar „Helstu fréttir“ eru oft og tíðum fréttir gærdagsins sem enginn hefur áhuga á.
iWork pakkinn frá Apple (þ.e. Pages, Keynote og Numbers) hefur staðið iPad notendum til boða frá því hann kom á markað. Í gær var öll forritin í pakkanum uppfærð í útgáfu 1.4, og með uppfærslunni eru forritin nú iPhone og iPod Touch samhæfð, svo eigendur slíkra tækja geta nú náð í Pages, Keynote eða Numbers á $9.99 stykkið.
Ef þú ert með mörg netföng sem þú þarft alltaf að kanna reglulega (t.d. persónulegt netfang, skóla og/eða vinnu) þá er mjög þægilegt að geta sameinað þetta allt í eitt stórt pósthólf. Með Gmail er þetta mögulegt, og þú ert innan við 5 mínútur að koma þessu upp.
Síðan App Store var sett á laggirnar sumarið 2008, þá hefur úrval forrita farið vaxandi. Þegar búðin var opnuð þá stóðu notendum 800 forritum til boða. Í dag er þessi fjöldi yfir 350.000, og það var því ekki að ástæðulausu að Apple var með „

