Author

Ritstjórn

Browsing
iPhone: Til að stofna aðgang að iTunes búðinni, sem m.a. veitir þér aðgang að App Store þá þarftu að vera með iTunes í tölvunni, þannig að Linux notendur eru því miður úti í kuldanum. Þeir sem eru ekki með iTunes geta sótt það hér.
Hér að neðan má sjá leiðbeiningar til að stofna iTunes aðgang í iPhone, sem veitir manni aðgang að App Store og iTunes Music Store.

Að neðan má sjá leiðbeiningar svo þú getir stofnað bandarískan PSN reikning. Hentugt er að vera með slíkan reikning svo þú getir getir nýtt þér þjónustur á borð við Netflix, Hulu Plus, Vudu Movies og Pandora í PlayStation 3. Hér er einmitt leiðarvísir um hvernig þú notar Netflix í PS3.

Einnig er almennt ágætt að vera með einn bandarískan PSN reikning (og einn breskan), því oft er úrval leikja í PlayStation Store mismunandi eftir því hvar notendur eru skráðir. Í sumum leikjum er líka nauðsynlegt að vera með breskan eða bandarískan reikning, og svo ég nefni dæmi, að þá er ekki hægt að spila á netinu í gegnum íslenskan PSN reikning í leikjum frá EA Sports.

Loksins er komið gagnlegt leiðsöguforrit í iOS tæki  (þ.e. iPhone og iPad 3G) sem virkar á Íslandi, en hingað til hefur Ísland ekki verið á heimskortinu hjá stórfyrirtækjum á borð við Navigon og TomTom, sem eru leiðandi fyrirtæki á þessu sviði, og Íslendingar þurft að reiða sig á Garmin tæki til að njóta leiðsagnar í akstri hérlendis.

Wisepilot Navigation er nýtt forrit frá Appello Systems sem breytir því. Íslandskortið er það sem gerir forritið að vænlegum kosti hérlendis, en eftirfarandi fídusar eru meðal þeirra sem forritið býður upp á:

Fyrr í dag þá gaf Apple út litla uppfærslu á iOS stýrikerfinu sínu, sem er nú komin upp í 4.3.3. Eini tilgangur uppfærslunnar er að laga villuna sem var tilefni mikillar fjölmiðlaumfjöllunar undanfarnar vikur. Villan var sú að síminn skráði upplýsingar um heita reiti og fjarskiptamöstur sem voru nálægt símanum hverju sinni, og safnaði í skrá. Uppfærslan virkar fyrir eftirfarandi iTæki:

iPhone 3GS/4

iPad/iPad 2 og

iPod Touch 3G/4G.