fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Fyrir stuttu síðan gerði Facebook þær breytingar á vef sínum að notendur geta nú breytt ummælum sínum við stöðuuppfærslur, myndir o.s.frv.

Til að breyta ummælum þá smelliru bara á X-ið í hægri horninu. Þá færðu möguleika á að breyta ummælum. Einkar hentugt ef maður vill bara laga litla innsláttarvillu eða eitthvað í þeim dúr.

Gorillaz - The FallFyrir síðustu jól þá gaf hljómsveitin Gorillaz út plötu sem hún dreifði frítt til aðdáenda sinna. Platan er nokkuð sérstök að því leyti að hún var alfarið unnin á iPad í eigu forsprakka sveitarinnar, Damon Albarn, á meðan hljómsveitin var á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.

Efnilegir tónlistarmenn og iPad eigendur geta kannski hlustað á diskinn diskinn og náð svo í eitthvað af eftirtöldum forritum, en hér að neðan er listi yfir forritin sem hljómsveitin notaði við gerð plötunnar. Tenglarnir vísa allir á App Store síðu hvers forrits.

Hin árlega Apple Worldwide Developers Conference eða WWDC, stendur nú yfir í San Francisco í Bandaríkjunum (6.-10.júní). Síðastliðinn mánudag var iOS 5 kynnt með pompi og prakt.

Hér að neðan má sjá helstu nýjungarnar í nýja stýrikerfinu, sem hægt verður að nota eftirtöldum tækjum: iPhone 3GS, iPhone 4. iPad og iPad 2, og að lokum 3. og 4. kynslóð af iPod Touch.

Þrátt fyrir að iOS sé ekki opið almenningi, þá geta forritarar sem eru skráðir hjá Apple fengið að spreyta sig á kerfinu. Þegar iPhone Dev Team komast í nýja uppfærslu af iOS þá fara þeir strax að vinna í jailbreak-i fyrir stýrikerfið. Innan við sólarhring frá því forritarar gátu sett upp kerfið í iOS tæki sín, þá er MuscleNerd búinn að jailbreak-a símann sinn með iOS 5 uppsettu, sbr. þetta tweet að neðan.

Margur Facebook notandinn kvartar sáran undan því að þurfa alltaf að smella á „Nýtt“ eftir að fréttaveitan birtist eftir innskráningu. Ástæðan er sú að þessar færslur sem Facebook flokkar „Helstu fréttir“ eru oft og tíðum fréttir gærdagsins sem enginn hefur áhuga á.

Með því að setja inn litla viðbót í vafrann sem auðveldar manni lífið. Þessi litla viðbót breytir Facebook-inu, þannig að sjálfgefin stilling sé sú að hlaða nýjum fréttum í stað „Helstu frétta“.

iWork pakkinn frá Apple (þ.e. Pages, Keynote og Numbers) hefur staðið iPad notendum til boða frá því hann kom á markað. Í gær var öll forritin í pakkanum uppfærð í útgáfu 1.4, og með uppfærslunni eru forritin nú iPhone og iPod Touch samhæfð, svo eigendur slíkra tækja geta nú náð í Pages, Keynote eða Numbers á $9.99 stykkið.

Síðan App Store var sett á laggirnar sumarið 2008, þá hefur úrval forrita farið vaxandi. Þegar búðin var opnuð þá stóðu notendum 800 forritum til boða. Í dag er þessi fjöldi yfir 350.000, og það var því ekki að ástæðulausu að Apple var með „There’s an app for that“ auglýsingaherferð sína fyrir tveimur árum.

Til að byrja með var úrval forrita nokkuð takmarkað, en eins og auglýsingin gefur til kynna, þá er hægt að fá forrit fyrir næstum því hvað sem er í dag á iPhone. Lítum á nokkur sem allir nýir iPhone eigendur verða að eiga.

Eitt af fyrstu skrefum hvers iPhone notanda er að setja 3G og MMS stillingar inn í símann sinn.

Til þess að setja inn internet og MMS stillingar á iPhone þá þarftu að fara í Settings > General > Network og Cellular Data Network.

Hér koma stillingar fyrir Nova, Vodafone, Símann, Tal og Alterna. Ég held að ég sé þá alveg örugglega ekki að gleyma neinum:

Mac: Ýmis forrit eru til fyrir Apple tölvur sem gera fátt annað en að breyta sniði á videoskrám til að hægt sé að horfa á efnið í iPhone, iPad o.s.frv. Maður þarf þó ekki að leita langt til að gera þetta, því þetta er allt hægt með QuickTime Player sem fylgir öllum Apple tölvum. Eina sem notendur þurfa að ná í er lítil viðbót sem heitir Perian, og er innan við 5MB að stærð. Leiðarvísir að neðan: