fbpx
Author

Sverrir

Browsing

Næstkomandi mánudag mun Google kynna nýja streymiþjónustu, YouTube Music Key, sem kemur til með að kosta 10 dollara á mánuði (og þá væntanlega 10 evrur/mán hérlendis miðað við verðlag á Spotify).

Áskrifendur þjónustunnar munu geta horft á tónlistarmyndbönd og hlustað á lög af YouTube án auglýsinga, og einnig haldið spilun áfram þótt símanum sé læst, ef notendur skipta yfir í annað forrit eða internettengingin rofnar.