Facebook heldur áfram að dæla forritum fyrir iOS í App Store, en nú hefur fyrirtækið sent frá sér sérstakt Facebook Poke forrit, svo notendur eigi auðveldara með að pota í aðrar manneskjur eða senda þeim skilaboð, myndir og myndbönd.
Fyrir útgáfu Facebook Poke þá er fyrirtækið með með sjálft Facebook forritið, FB Camera, FB Pages og FB Messenger í App Store.


Fyrirtækið Já hefur gefið út forritið Stjörnur.is fyrir iPhone og Android, og byggir á samnefndum vef.
Í dag fagna Bandaríkjamenn víða um heim þjóðhátíðardegi sínum, en þann 4. júlí 1776 var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituð þegar 13 breskar nýlendur sögðu sig úr lögum við bresku krúnuna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku.