fbpx
Category

iPhone

Category

iPhone

Hérlendis, einkum við kaup og sölu á notuðum iPhone símum, þá tíðkast að taka það sérstaklega fram að nefna að síminn sé ýmist ólæstur, aflæstur eða læstur.

Það hefur mikið að segja, bæði varðandi verð og gæði símans hvernig hann er úr garði gerður að því er þetta varðar, og því kemur hér stutt skýring á því hver helstu munurinn er á símum eftir því hvort þeir séu opnir, aflæstir, eða einfaldlega læstir.

iOS (iPhone/iPad/iPod Touch): Mikið var að kýrin bar. Þótt margir séu mjög sáttir með sjálfgefna póstforritið sem fylgir öllum iOS tækjum, þá eru sumir sem finnst eitthvað vanta í það, einkum þeir sem eru vanir því að nota Gmail, sem býður upp á virkilega marga eiginleika (sbr. 10 ástæður fyrir því að þú ættir að nota Gmail og leiðarvísinn til að stjórna mörgum netföngum með Gmail). 2.nóvember síðastliðinn þá kom Gmail forrit frá Google í App Store, en var kippt út eftir mjög stuttan tíma þar sem villa var í forritinu varðandi tilkynningar  (e. push notificiations).

Undanfarnar tvær vikur þá hafa starfsmenn Google unnið hörðum höndum að því að laga þessa villu (og fleiri) og í gærkvöld kom lagfærð útgáfa af forritinu.

boxnet-ios.jpg iOS: Eins og margir vita, þá kynnti Apple fyrirtækið iCloud þjónustu til sögunnar með iOS 5, sem gerir notendum kleift að stilla saman gögn á milli iOS tækja sinna og tölvunnar. iCloud er frítt upp að 5GB, en kostar þá $20-$100/ár eftir því hversu mikið pláss maður vill nota í þjónustuna. … Gallinn við Box.net er þá sá að ekki er hægt að nálgast gögnin sjálfkrafa sem þú setur inn netið með Box.net, heldur verður að fara inn á síðuna þeirra sérstaklega og skrá þig inn þar.

Það hafa fáar vörur vakið jafnmikla athygli og iPhone síminn frá Apple sem þeir kynntu til sögunnar þann 4. október síðastliðinn. Notendur bjuggust þó við því að Tim Cook, forstjóri fyrirtækisins, myndi þar kynna til sögunnar iPhone 5 síma, og margir urðu þó fyrir vonbrigðum þegar uppfærð útgáfa af iPhone 4S var það „eina“ sem kom fram á kynningunni.

Viðbrögðin við símaum hafa samt sem áður ekki verið af verri endanum því Apple sló met í forpöntunum, og þegar þetta er ritað hafa yfir 4 milljón eintök verið seld af iPhone 4S.