fbpx
Category

iPhone

Category

iPhoneEf þér finnst netið á símanum vera hægara en gamla 56k tengingin þín árið 1996 þá er einfalt ráð til við því, sem virkar í mörgum tilfellum. Lausnin felst í því að nota ekki sjálfgefna DNS þjóna, heldur bæta við DNS þjónum frá annaðhvort Google eða OpenDNS.

Til að nota ofangreinda DNS þjóna þá skaltu gera eftirfarandi:

iPhoneEftirfarandi ráð eru kannski sjálfsagður hlutur í augum sumra, en opnar augu annarra svo um munar, þannig að það er látið flakka.

Til að taka skjáskot af því sem er að gerast á skjánum ykkar hverju sinni, þá haldið þið einfaldlega Home takkanum inni og ýtið svo á Sleep/Mute ofan á símanum. Passið bara að halda Home takkanum ekki of lengi inni því þá virkjið ýmist Siri á iPhone 4S eða Voice Control á eldri sínum.

iOS: Tölvuleikjafyrirtækin EA og Gameloft eru í þvílíku jólaskapi þessa dagana, og hafa snarlækkað verðið á meira en 100 leikjum sem allir eru seldir í App Store. Á listanum má finna leiki, sem kostuðu allt upp í $9.99, sem kosta nú einungis $0.99.

Meðal leikja sem eru í boði á þessu lækkaða verði frá EA eru Battlefield: Bad Company, Boggle, FIFA 12, NBA Jam, Madden NFL 12, RISK og margir fleiri. Frá Gameloft má nefna leikina NOVA 2, Driver, Spider-Man: Total Mayhem, Tom Clancy’s Ranbow Six: Shadow Vanguard og 12 leiki til viðbótar.

Android/iOS/BlackBerry/Windows 7 Slate: Við höfum áður fjallað um hversu mikil snilld það er að lesa fréttir í forritum á borð við Flipboard. Ef þú vilt aftur á móti lesa gamalt og gott dagblað, hvort sem þau eru íslensk eða erlend, þá er vert að gefa PressReader nokkurn gaum. Með forritinu hefur verið hægt að lesa íslensk dagblöð á borð við Fréttablaðið og Morgunblaðið í snjallsímum eða spjaldtölvum.