fbpx
Category

iPhone

Category

RÚV logoVefur Ríkisútvarpsins hefur fengið uppfærslu (og það nokkur tímabæra) sem auðveldar bæði Mac notendum að horfa á efni af vefnum, auk þess sem eigendur snjallsíma og spjaldtölva geta nú bæði hlustað eða horft á efni af vefnum í tækjum sínum.

Nýi vefurinn ætti líka að kæta eigendur smátækja á borð við iPhone, iPad og Galaxy Tab, en nú er loksins hægt er að hlusta/horfa á efni á vefnum í slíkum tækjum (Einstein getur staðfest að vefurinn virkar í iOS tækjum (t.d. iPhone og iPad) en hefur ekki enn prófað vefinn í öðrum stýrikerfum á borð við Android, en leiða má líkur að því að það virki líka á Android).

Það er fátt jafn tíðrætt í tækniheimum þessa daga og útgáfurdagur iPhone 5. Samkvæmt nýjustu heimildum þá er útgáfurdagurinn nú sagður vera í október á þessu ári. Það er fréttavefurinn AllThingsD sem kveður svo að orði, en vefurinn er almennt talinn vera með nokkuð traustar heimildir á þessu sviði. Þetta gengur í berhögg við fyrri orðróma sem sögðu símann koma í septembermánuði.

Photofon sýnir þér myndir á TwitteriOS: Fyrir um það bil mánuði síðan þá gaf Naan Studio út nýtt forrit, Photofon, sem hefur þann tilgang einan að sýna þér myndir þeirra sem þú fylgir á Twitter deila. Fyrirtækið Naan Studio er einna þekktast fyrir að hafa gert hið geysivinsæla Twitter forrit Echofon, sem er til fyrir iPhone, Mac, Windows og Firefox.

Þrátt fyrir að iOS sé ekki opið almenningi, þá geta forritarar sem eru skráðir hjá Apple fengið að spreyta sig á kerfinu. Þegar iPhone Dev Team komast í nýja uppfærslu af iOS þá fara þeir strax að vinna í jailbreak-i fyrir stýrikerfið. Innan við sólarhring frá því forritarar gátu sett upp kerfið í iOS tæki sín, þá er MuscleNerd búinn að jailbreak-a símann sinn með iOS 5 uppsettu, sbr. þetta tweet að neðan.