fbpx
Category

iPhone

Category

Síðan App Store var sett á laggirnar sumarið 2008, þá hefur úrval forrita farið vaxandi. Þegar búðin var opnuð þá stóðu notendum 800 forritum til boða. Í dag er þessi fjöldi yfir 350.000, og það var því ekki að ástæðulausu að Apple var með „There’s an app for that“ auglýsingaherferð sína fyrir tveimur árum.

Til að byrja með var úrval forrita nokkuð takmarkað, en eins og auglýsingin gefur til kynna, þá er hægt að fá forrit fyrir næstum því hvað sem er í dag á iPhone. Lítum á nokkur sem allir nýir iPhone eigendur verða að eiga.

Stöð 1 er ný íslensk sjónvarpsstöð, sem hóf göngu sína á síðasta ári (nánar tiltekið 29.okt 2010). Stöðin sýnir úrval kvikmynda allan sólarhringinn og er rekin fyrir auglýsingatekjur.

Tæknimenn stöðvarinnar hafa nú unnið þrekvirki, og öllum notendum Apple tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, gefst nú kostur á að horfa á útsendingu stöðvarinnar með sáraeinföldum hætti. Nóg er að fara inn á heimasíðu stöðvarinnar, stod1.is og smella á  „Horfa á útsendingu“, sbr. mynd að neðan.