fbpx
Category

iOS

Category

Temple Run 2 - Gameplay

Framhald af hinum vinsæla Temple Run frá Imagi Studios er kominn í App Store fyrir iPhone, iPad og iPod touch.

Tilgangur leiksins er sá sami, þ.e. að hlaupa undan skrímslinu sem reynir að ná þér og safna pening í leiðinni. Hljómar ekki spennandi, en leikurinn er tilvalinn til að láta nokkrar mínútur líða eins og sekúndur ef röðin í bankanum er aðeins of löng fyrir þinn smekk.

Installous

Jailbreak: Margir sem hafa framkvæmt jailbreak á iOS tækjum sínum hafa sett upp forritið Installous frá Hackulous, sem gerir notendum kleift að sækja App Store forrit án þess að greiða fyrir þau. Hackulous hefur nú gefið það út að þeir séu hættir með Installous.

Þessar fregnir hafa vkið mikla kátínu hjá iOS forriturum út um allan heim, sem hafa geta rakið tekjutap til notkunar á  Installous.

TuneIn RadioNú lifum við á þeim tímum að eftir 5-10 ár er alls óvíst að vísitölufjölskyldan muni eiga hefðbundið útvarp í eldhúsinu sem ómar þegar börnin koma heim úr skólanum . Það er því ekki von að maður spyrji sig hvernig maður eigi þá að hlusta á Spegilinn, Víðsjána og Reykjavík síðdegis heima hjá sér ef ekkert útvarp er á heimilinu. Við á Einstein ætlum að bæta úr því með því að benda á forrit sem gerir þér kleift að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar í bæði iPhone og Android (og raunar líka Blackberry og Windows Phone 7).