Category

Mac

Category

Twitter

Twitter forritið fyrir Mac fékk á dögunum sína fyrstu uppfærslu síðan 2011, og kemur nú loks með Retina stuðningi, og betri stuðning fyrir deilingu mynda, auk þess sem forritið er nú í boði á 14 tungumálum.

Mac: Fyrir 15 árum þá var einfalt að taka upp útvarpsþætti. Aiwa hljómflutningsgræjur voru vinsælasta fermingargjöfin, 3 diska geislaspilari ásamt innbyggðu kassettutæki með upptökumöguleika. Flottasta græjan árið 1998.

Ef vinur eða ættingi átti innslag í útvarpsþætti, eða skemmtilegt lag var væntanlegt í spilun, þá ýtti maður einfaldlega á rauða Rec takkann og yfirgaf herbergið.

Mac Mountain Lion

Ef þú ert í tölvunni allan liðlangan daginn, hvort sem það er vegna vinnu eða skemmtunar þá er mun þægilegra að gera hlutina ef maður þarf ekki að nota músina.

Ef þú hefur aldrei notast við neinar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts) þá skaltu halda þér fast, því þá ertu núna að fara að spara þér nokkrar mínútur daglega.