Með iOS 6 koma margar nýjungar. Breytt miðlun auglýsinga er þar á meðal, sem gerir auglýsendum kleift að kaupa auglýsingar sem birtast einungis notendum á ákveðnum svæðum.
XBMC 12.0 (eða XBMC Frodo) kom út fyrir rúmum mánuði, sem hafði í för með sér ýmsar nýjungar, t.d. betri…
Mac: Fyrir 15 árum þá var einfalt að taka upp útvarpsþætti. Aiwa hljómflutningsgræjur voru vinsælasta fermingargjöfin, 3 diska geislaspilari ásamt innbyggðu kassettutæki með upptökumöguleika. Flottasta græjan árið 1998.
Ef vinur eða ættingi átti innslag í útvarpsþætti, eða skemmtilegt lag var væntanlegt í spilun, þá ýtti maður einfaldlega á rauða Rec takkann og yfirgaf herbergið.
Fyrsta útgáfan af Angry Birds og Angry Birds HD fyrir iPad eru nú ókeypis í App Store. Forritin kostuðu áður…
Okkur berast reglulega fyrirspurnir varðandi hátt verðlag á iPhone hérlendis, sem eru oftast eitthvað á þessa leið:
[pl_blockquote cite=“Reiður lesandi“]Hvaða rugl er það að iPhone kosti 83 þúsund krónur í Boston en 150 þúsund kall á Íslandi? Þetta er bara hreinasta okur![/pl_blockquote]
Rannsóknarstofa Einstein.is hélt því í mikla sannleiksleit, til að leita skýringa á iPhone verðlagi hérlendis.
Foreldrar eru almennt stoltir af tölvukunnáttu barna sinna. Þó eru til dæmi þess að foreldrastoltið víki stundum fyrir sjónarmiðum um…
Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að reglulega koma greinar inn hér inn á Einstein.is sem lúta að því hvernig jailbreak er framkvæmt á iOS tækjum, eða jafnvel sérstökum jailbreak forritum.
Margir spyrja sig gjarnan hvaða gagn það geri að framkvæma þetta jailbreak á iPhone, iPad eða iPod Touch, og hvort tækið líði eitthvað fyrir það. Hér á eftir reynum við að svara þeim spurningum, og fara yfir kosti og galla þess að framkvæma jailbreak.