Apple hefur gefið út uppfærslu á Mountain Lion, sem er nú komin í útgáfu 10.8.4. Þetta verður að öllum líkindum síðasta uppfærslan fyrir stýrikerfið í ljósi þess að Apple heldur hina árlegu WWDC ráðstefnu í næstu viku þar sem Mac OS X 10.9 verður væntanlega kynnt.
Fjórða sería af gamanþáttunum Arrested Development kom nýlega á Netflix, eins og flestum er kunnugt um. Nú hafa þau gleðitíðindi…
Apple kynnti í dag nýjan iPod touch spilara, sem er nú komin í fimmtu kynslóð. Nýjasta kynslóðin fékk ekki neina tæknilega uppfærslu, og kemur nú bara með 16GB geymslurými og engri myndavél á bakhlið tækisins.
Fyrir vikið er spilarinn talsvert ódýrari, og kostar nú 229 dali í Bandaríkjunum (lækkun úr 299 dölum).
Bandaríska tæknifyrirtækið Google hyggst leggja RSS þjónustuna Google Reader á hilluna eftir rétt rúman mánuð (1. júlí 2013). Það er…
Apple greindi frá því í gær að búið væri að sækja yfir 50 milljarða forrita úr App Store búðinni, en búðin var sett á laggirnar árið 2008.
Bandaríska tæknifyrirtæki Google ýtti tónlistarveitunni Google Play All Music Access úr vör í gær, en fyrirtækið kynnti þessa afurð sína…
Undanfarin ár hefur samskiptaforritið Viber verið meðal þeirra vinsælustu í sínum flokki, fyrst á iPhone og síðar Android, Windows Phone og Blackberry. Forritið er einfalt og gerir notendum kleift að hringja símtöl og senda skilaboð án endurgjalds.