fbpx
Category

Fréttir

Category

Twitter #music

Bandaríski samfélagsmiðilinn Twitter svipti í dag hulunni af þjónustunni Twitter #music sem fyrirtækið segir að muni breyta því hvernig fólk finnur tónlist á netinu.

Þjónustan byggir (eðlilega) á Twitter, og fer í gegnum Twitter færslur til að finna vinsælustu lögin hverju sinni, og hugsanlegar stjörnur morgundagsins.  Lögin á Twitter #music koma frá þremur tónlistarveitum: iTunes, Spotify eða Rdio.

Steve Jobs - iPad

Fyrir nákvæmlega þremur árum þá markaði nýtt tæki straumhvörfum í tækniheimum. iPad spjaldtölvan frá Apple.

Margir spáðu því að útgáfa tölvunnar myndi misheppnast hjá Apple, og sumir sögðu að fyrirtækið hefði betur einbeitt sér að gerð fistölvu (e. netbook), en slíkar tölvur voru mjög vinsælar á þeim tíma. Þremur árum síðar eru spjaldtölvur til á mörgum heimilum, en fistölvur á undanhaldi.