Google Reader LogoBandaríska tæknifyrirtækið Google hyggst leggja RSS þjónustuna Google Reader á hilluna eftir rétt rúman mánuð (1. júlí 2013).

Það er því vert að skoða hvaða möguleikar eru í boði þegar ljósin verða slökkt, fyrir hina fjölmörgu sem reiða sig á þjónustuna til að fá fréttaskammtinn sinn.

Feedly

Feedly

Nýskráningum hjá Feedly hefur fjölgað gríðarlega eftir að fréttir bárust af endalokum Google Reader. Margir telja þetta vera besta arftakann út af tveimur ástæðum:

  1. Feedly viðmótið minnir nokkuð á Google Reader.
  2. Feedly hjálpar notendum að flytja gögnin sín úr Google Reader yfir í Feedly.

Viðmótið í Feedly er nokkuð þægilegt, og notendur geta valið á milli þess að vera með „Headlines“, „Mosaic“ eða „Timeline“ svo dæmi séu tekin. Þá geta notendur einnig nýtt sér flýtivísanir (e. keyboard shortcuts) líkt og í Google Reader sem margir hljóta að fagna.

Feedly býður einnig upp á einnig sérstakt Feedly forrit fyrir iOS og Android, auk þess sem Feedly viðbót er til fyrir Firefox, Chrome og Safari.

NewsBlur

NewsBlur

NewsBlur er tiltölulega ný RSS þjónusta, sem byggði þjónustuna sína að vissu leyti á Google Reader viðmótinu. NewsBlur gerir lesandanum líka kleift að lesa fréttagreinina í svokölluðu „web view“, og hleður þá upp greininni eins og hún birtist á viðkomandi miðli. Sá eiginleiki getur verið mjög hentugur, sérstaklega þar sem að myndir og myndbönd birtast ekki alltaf í RSS straumum.

NewsBlur er líka með forrit fyrir iOS og Android.

Netvibes

Netvibes RSS

Netvibes er miklu meira en bara RSS þjónusta, og býður notendum upp á að búa til sérsniðna forsíðu fyrir vafrann þinn, svo notendur geti séð tölvupóstinn, veður, samfélagsmiðla og fréttir allt á einum stað. Margir hafa farið á leið að búa þar til sérstakan flipa (e. tab) fyrir RSS efnisstrauma sem þeir vilja fylgjast með.

Netvibes, líkt og Feedly, eru með leiðbeiningar fyrir notendur til að hjálpa þeim að flytja RSS búslóðina sína yfir á nýtt heimili.

Önnur RSS forrit og þjónustur

Auk ofangreindra forrita þá eru forritin NetNewsWire og Reeder vinsæl á Mac, og FeedDaemon á Windows. Reeder er ókeypis eins og stendur, en mun koma til með að kosta eitthvað klink þegar forritið styður aðrar þjónustur en Google Reader. Þá er CommaFeed líka sniðug lausn fyrir þá sem vilja nota við opinn hugbúnað (e. open source) en sú lausn kemur úr smiðju eins Reddit notanda.

Author

Write A Comment