fbpx
Category

Fréttir

Category

Mac OS X 10.8.4

Apple hefur gefið út uppfærslu á Mountain Lion, sem er nú komin í útgáfu 10.8.4. Þetta verður að öllum líkindum síðasta uppfærslan fyrir stýrikerfið í ljósi þess að Apple heldur hina árlegu WWDC ráðstefnu í næstu viku þar sem Mac OS X 10.9 verður væntanlega kynnt.

iPod touch

Apple kynnti í dag nýjan iPod touch spilara, sem er nú komin í fimmtu kynslóð. Nýjasta kynslóðin fékk ekki neina tæknilega uppfærslu, og kemur nú bara með 16GB geymslurými og engri myndavél á bakhlið tækisins.

Fyrir vikið er spilarinn talsvert ódýrari, og kostar nú 229 dali í Bandaríkjunum (lækkun úr 299 dölum).