fbpx
Category

Fréttir

Category

Dropbox iOS 2.0

Skýþjónustan Dropbox gaf nýlega út stóra uppfærslu á iOS forriti fyrirtækisins, þegar Dropbox 2.0 kom í App Store.

Dropbox eru greinilega að leggja mikið undir til að notendur setji inn allar myndirnar sínar á Dropbox, því þeir hafa lagt ríka áherslu á flott og þægilegt viðmót þegar myndir eru skoðaðar (samanber myndin að ofan).

iPhone 5

Bandaríska tímaritið TIME er að gera upp árið, og hluti af því er að taka saman lista yfir helstu græjurnar sem komu út á árinu.

Græja ársins að mati tímaritsins er iPhone 5, en leikjatölvan Nintento Wii U fékk silfurverðlaunin og Cyber-shot RX100 myndavélin frá Sony bronsið.

Svarti föstudagur eða Black Friday er nýafstaðinn, sem er stærsti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum.

Af því tilefni mældi fjárfestingabankinn Piper Jaffray sölu á iPad spjaldtölvum annars vegar og Surface spjaldtölvum hins vegar. Mælingarnar voru gerðar í verslunarmiðstöðinni Mall of America, sem er staðsett í Minneapolis, heimabæ fyrirtækisins, og niðurstöðurnar voru sláandi.