fbpx

Myndbandið Gangnam Style með suður-kóreska söngvaranum PSY varð í gær vinsælasta YouTube myndband allra tíma, þegar það tók fram úr Baby með Justin Bieber.

Gangnam Style kom á YouTube í júlímánuði, og áætlað er að 6 milljón manns horfi á myndbandið daglega. Vinsældir Baby, eins miklar og þær eru, blikna í samanburði við Gangnam Style, en „einungis“ 400 þúsund manns á dag horfa á síðarnefnda lagið.

Talið er að Gangnam Style muni brjóta milljarðamúrinn um miðjan desembermánuð.

Avatar photo
Author

Write A Comment