
Þegar maður vill fá kaldan drykk með sítrónu, þá er heldur leiðinlegt að setja bæði klaka og sítrónu í glasið ef ætlunin er að fá sér meira en tvo sopa í einu glasi. Hægt er að slá tvær flugur í einu höggi með því að skera annaðhvort súraldin (e. lime) eða sítrónu í litlar sneiðar og smella þeim inn í frysti. Færð þá bæði bragðbætinguna úr ávextinum, auk þess sem drykkurinn helst kaldur.
Nýr liður, Heimilisráð, er að byrja hér á Einstein.is, sem miðar að því að koma með ýmis ráð sem ekki tengjast tækni og tölvum (annaðhvort lítið eða ekki neitt), en miða þó að því að gera daglegt líf manns auðveldara eða þægilegra með einhverju móti.