Fyrir ekki alls löngu síðan greindi Einstein frá því hvernig hægt væri að horfa efni úr Sarpinum á XBMC. Nú er komin önnur viðbót fyrir XBMC sem svipar til þeirrar fyrri, en með þessari er hægt að horfa á vefsjónvarp Vísis í XBMC.
Það er forritarinn Hagur sem er á bak við þessa viðbót, og á hann mikið lof skilið fyrir ólaunaða vinnu sína í þágu almennings. Með Vísis viðbótinni fyrir XBMC er m.a. hægt að horfa á myndefni án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja vef Vísis í hvert skipti sem þeir vilja horfa á fréttir gærdagsins.