Category

Sjónvarp

Category

Ef þú átt iPad og tekur oft góðan YouTube hring á honum, annaðhvort sjálfur eða með vinum og vandamönnum, þá getur það verið heldur leiðinlegt að þurfa að stoppa á milli myndbanda, velja annað, láta það hlaðast og hefja svo spilun á ný. Nowbox tæklar þetta vandamál nokkuð vel, og gerir áhorf YouTube myndbanda bæði þægilegra og skemmtilegra. Forritið er ókeypis, þannig að það sakar ekki að prófa.

Turn Off The LightsFirefox/Chrome/Safari/Opera/IE: Turn Off The Lights er einföld viðbót, sem er til fyrir alla helstu vafra (sjá upptalningu að ofan). Það sem viðbótin gerir er að sverta allt á skjánum nema myndbandið sem þú ert að horfa á. Þessi viðbót ætti t.d. að breyta lífi þeirra til sem nota YouTube mikið í þeim tilgangi að horfa á þætti og/eða kvikmyndir.

Apple TV 2 - XBMCApple TV er ansi sniðugt tól fyrir þá sem vilja fá ódýran og góðan margmiðlunarspilara á heimili sitt, en þeir fást hérlendis á tæplega 30.000 kr. þökk sé vörugjöldum og tollum sem leggjast á margmiðlunarspilara, en í Bandaríkjunum er hægt að fá þá á 100 dollara, og í Bretlandi á 100 pund (og þar er hægt að fá virðisaukaskattinn endurgreiddan ef þú ert íslenskur ferðamaður).

Að neðan er leiðarvísir til að setja upp XBMC á Apple TV, svo hægt sé að nýta tækið til fulls. Leiðarvísinum er skipt í tvennt, annars vegar hvernig þú jailbreakar Apple TV 2 uppsett með iOS 4.3 (skref 1-4), og hins vegar hvernig þú setur inn XBMC á Apple TV (skref 5-8), sem gerir þér kleift að spila efni úr tölvunni þinni, nettengdum flakkara, eða horfa á ýmislegt efni beint af netinu.

UPPFÆRT: Jailbreak fyrir 4.4.4 er komið. Sjá leiðarvísi hér.

Ath! Áður en þú byrjar, þá þarftu að eiga micro-USB > USB kapal til að jailbreak-a Apple TV, og sá kapall fylgir ekki með tækinu þegar þú kaupir það. Hægt er að fá slíkan kapal í öllum betri tölvuverslunum hérlendis á ca. 2000-3000 kr.