fbpx
Category

Sjónvarp

Category

XBMC EDEN Beta 2

Ef þú notar XBMC forritið til að horfa á sjónvarpsefni og kvikmyndir í sjónvarpinu (hvort sem það er með Apple TV sem búið er að jailbreak-a eða tölvu sem tengd er við sjónvarp) þá geturðu hlustað á íslenskt útvarp með því að setja upp eina litla viðbót. Ef þú hefur 10-15 mínútur aflögu og ert til í smá handavinnu (veltur á því hvort þú sért með nauðsynlegan hugbúnað uppsettan á tölvunni), þá geturðu byrjað að hlusta á íslenskt útvarp í sjónvarpinu þínu.

XBMC fékk stóra uppfærslu um jólin, þegar betaútgáfa af XBMC 11.0 kom út, sem hefur fengið nafnið „Eden“. XBMC Eden felur meðal annars í sér minna álag á örgjörva, og betri stuðning við iOS. Á heimasíðu XBMC má finna ítarlega færslu um helstu breytingarnar.

Að neðan má sjá stuttan leiðarvísi til að setja upp XBMC á Apple TV, ef þú hefur jailbreak-að Apple TV spilarann þinn (ef ekki þá er hægt að fylgja leiðarvísi okkar til að gera það)

Netflix er gríðarlega vinsæl VOD (video on demand) þjónusta út um allan heim sem höfðar m.a. til notenda vegna þess hversu viðráðanlegt verðið er á þjónustunni (frá $8.99 á mánuði) og einnig því hægt er að nota þjónustuna í öllum tækjum (leikjatölvum, margmiðlunarspilurum, snjallsjónvörpum o.s.frv.).

Athugið!

Nú er Netflix í boði á Íslandi. Mörgum finnst úrvalið á íslenska Netflix ekki vera nógu gott (einkum þeim sem notuðu bandaríska Netflix áður) og ef þú ert einn þeirra, þá mælum við með því að þú lesir leiðarvísi okkar til að nota Hulu eða Amazon Prime Video.