Category

Sjónvarp

Category

XBMC 11 (EDEN)

Mac OS X Lion: XBMC á sér marga aðdáendur, sem nota forritið sem miðlæga margmiðlunarstöð í stofunni hjá sér, annaðhvort með tölvu eða Apple TV. Með XBMC er nefnilega ekki einungis hægt að spila efni af tölvum eða vefþjónum, heldur er einnig hægt að setja upp ýmsar viðbætur og breyta forritinu í nokkurs konar VOD, auk þess sem hægt er að setja upp viðbætur til að hlusta á tónlist af netinu, íslenskt útvarp, kanna veðrið og margt fleira.

Í eftirfarandi leiðarvísi verður sýnt hvernig þú deilir möppu af tölvunni þinni ef þú ert með Mac OS X Lion, en dæmi eru um að Lion notendur hafi lent í vandræðum með því að nota hefðbundna deilingu (File Sharing í System Preferences) sem stýrikerfið býður upp á. Leiðarvísir fyrir Windows er svo væntanlegur á næstunni.

Ef frá er talið brauð í sneiðum, uppgötvun penisillíns og Gameboy leikjatölvuna, þá er Netflix eflaust eitt mesta snilldarfyrirbæri allra tíma. Þjónustan  býður manni upp á að horfa á eins mikið af efni og líkaminn þolir fyrir einungis $7.99 á mánuði (sjá leiðarvísi til að setja upp Netflix). Þeir sem nýta sér þessa þjónustu kannast þó mögulega við að eiga við þann hafsjó af kvikmyndum og sjónvarspsefni sem boðið er upp á, og lenda í hreinustu vandræðum með að velja á milli myndefnis til að horfa á.

Hér getur að líta nokkur tól sem geta hjálpað manni með valið.

Apple TV 2Á mörgum nýjum og nýlegum sjónvörpum er hægt að stilla fjarstýringuna þannig að hún geti stjórnað fleiri tækjum en bara sjónvarpinu. Með þessu móti geturðu einfaldað hlutina og nota sjónvarpsfjarstýringuna til að stjórna Apple TV.

Þetta er vægast sagt mikill kostur, ekki síst í ljósi þess að Apple TV fjarstýringin er svo lítil og nett að hún „týnist“ oft á milli sessa í sófanum. Leiðarvísirinn hér fyrir neðan sýnir hvernig þú gerir þetta.

Posting....