Category

Sjónvarp

Category

Ef þú hefur fylgt leiðarvísinum um hvernig maður notar Netflix á Íslandi, og notar þjónustuna mikið, þá hefurðu eflaust tekið eftir því að allt þetta Netflix áhorf er erlent niðurhal.

Netflix hefur ráð undir rifi hverju, og fyrirtækinu er kunnugt um að notendur þeirra hafa sumir takmarkað niðurhal á tengingum sínum. Fyrirtækið býður manni því upp á að stilla gæðin og takmarka þannig bandvíddina (enda með 120 útgáfur af hverjum titli).

RÚV logoSarpurinn frá RÚV hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var kynntur til sögunnar fyrir liðlega fjórum mánuðum, þar sem áhorfendur geta nú notið dagskrár ríkisútvarpsins óháð stað og tíma.

Forritarinn Dagur (ekkert eftirnafn gefið upp) er einstaklingur sem á mikið lof skilið, en hann tók sig til og einfaldaði aðilum að horfa á efni úr Sarpinum með því að búa til XBMC viðbót fyrir Sarpinn. Með viðbótinni er hægt að horfa á dagskrárliði í sjónvarpinu án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja RÚV vefinn í tölvu til að horaf á dagskrárliði.

XBMC EDEN Beta 2

Ef þú notar XBMC forritið til að horfa á sjónvarpsefni og kvikmyndir í sjónvarpinu (hvort sem það er með Apple TV sem búið er að jailbreak-a eða tölvu sem tengd er við sjónvarp) þá geturðu hlustað á íslenskt útvarp með því að setja upp eina litla viðbót. Ef þú hefur 10-15 mínútur aflögu og ert til í smá handavinnu (veltur á því hvort þú sért með nauðsynlegan hugbúnað uppsettan á tölvunni), þá geturðu byrjað að hlusta á íslenskt útvarp í sjónvarpinu þínu.