Reed Hastings, forstjóri Netflix, segir að 1. febrúar næstkomandi muni marka þáttaskil í dreifingu sjónvarpsþátta. Þá mun Netflix gefa út þættina House Of Cards, með stórleikaranum Kevin Spacey í aðalhlutverki og David Fincher að leikstýra/framleiða (Fincher er best þekktur fyrir leikstjórn mynda á borð við Se7en, Fight Club og The Social Network).
Spurningin er þá sú, hvernig dreifing House of Cards verður frábrugðin öðrum sjónvarpsþáttum.