fbpx
Category

Sjónvarp

Category

XBMC 12 - Frodo

Margmiðlunarforritið XBMC fékk ansi öfluga uppfærslu á dögunum, þegar opinber útgáfa af XBMC 12, eða Frodo kom út.

XBMC forritið nýtur gífurlegra vinsælda um allan heim, en margir þekkja eflaust einungis til forritsins vegna þess að þeir eru með það uppsett á Apple TV tækjum sínum.

Afrita DVD

Ef þú átt myndarlegt DVD safn sem gerir ekkert nema að safna ryki, þá hefurðu ef til vill velt því fyrir þér hvort það sé ekki hægt að koma þessu myndum á tölvutækt form, svo hægt sé að koma myndunum snyrtilega fyrir í geymslunni.

Hér á eftir ætlum við að benda á nokkrar mismunandi leiðir til að koma DVD myndum (og Blu-ray þegar svo ber undir) yfir á tölvutækt form.

VísirFyrir ekki alls löngu síðan greindi Einstein frá því hvernig hægt væri að horfa efni úr Sarpinum  á XBMC. Nú er komin önnur viðbót fyrir XBMC sem svipar til þeirrar fyrri, en með þessari er hægt að horfa á vefsjónvarp Vísis í XBMC.

Það er forritarinn Hagur sem er á bak við þessa viðbót, og á hann mikið lof skilið fyrir ólaunaða vinnu sína í þágu almennings. Með Vísis viðbótinni fyrir XBMC er m.a. hægt að horfa á myndefni án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja vef Vísis í hvert skipti sem þeir vilja horfa á fréttir gærdagsins.

Margir nota nú XBMC á Apple TV sem margmiðlunarstöð heimilisins. Áður hefur verið farið út í hvernig hægt er að hlusta á íslenskt útvarp með því að setja upp litla viðbót. Möguleikar XBMC eru þó ekki takmarkaðir við að hlusta á útvarp, því einnig er hægt að setja upp margvíslegar viðbætur (e. add-ons) sem virka með hinum og þessum þjónustum, t.d. Vimeo, YouTube, CollegeHumor, FunnyOrDie og margt fleira.