fbpx
Tag

Android

Browsing

Samsung Galaxy S4

Suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu afurð fyrirtækisins, snjallsímann Samsung Galaxy S4, á viðburði sem fyrirtækið stóð fyrir í New York í gær.

Galaxy S4 er léttari og þynnri en forveri sinn, Galaxy S3, en er annars mjög svipaður í útliti. Síminn er með fimm tommu skjá og 441ppi upplausn sem getur spilað myndbönd í fullri háskerpu (1080p). Einnig er hægt að hlaða símann þráðlaust.

Wolfram Alpha

WolframAlpha er vefur sem allar forvitnar sálir ættu að prófa einhvern tímann á lífsleiðinni.

Ólíkt hefðbundnum leitarvélum líkt og Google, þá svarar WolframAlpha spurningum notenda, og þar er vefnum fátt óviðkomandi. Vefurinn getur svarað flóknum reikningdsæmum, sagt manni hvenær flóð og fjara er í Reykjavík, kannað gengi gjaldmiðla og margt fleira.

Hér fyrir neðan má sjá tvær spurningar sem lagðar voru fyrir WolframAlpha á meðan greinin var í vinnslu:

Skype

Nýr möguleiki, Video messages (eða videóskilaboð) mun brátt birtast á Skype fyrir Mac, iOS og Android notendur. Microsoft hefur verið að vinna að þessum eiginleika í nokkra mánuði, og samkvæmt okkar heimildum þá mun þessi eiginleiki standa notendum til boða í næstu viku.

Vefsíða vikunar - Audiko.net

Langar þig í nýjan hringitón en átt ekki neina tónlist á tölvunni? Vefsíða vikunnar, Audiko (sjá fyrri umfjöllun okkar) slær á slíkar áhyggjur.

Á vefsíðunni geturðu búið til hringitón, hvort sem er fyrir iPhone, Android eða aðra síma, út frá öllum myndböndum sem eru inni á myndbandasíðunni YouTube, sem allir þekkja eflaust til.