Tag

App Store

Browsing

Android/iOS/BlackBerry/Windows 7 Slate: Við höfum áður fjallað um hversu mikil snilld það er að lesa fréttir í forritum á borð við Flipboard. Ef þú vilt aftur á móti lesa gamalt og gott dagblað, hvort sem þau eru íslensk eða erlend, þá er vert að gefa PressReader nokkurn gaum. Með forritinu hefur verið hægt að lesa íslensk dagblöð á borð við Fréttablaðið og Morgunblaðið í snjallsímum eða spjaldtölvum.

iOS: Flipboard er án nokkurs vafa vinsælasta „iPad only“ forrit í (frekar stuttri) sögu iOS stýrikerfisins. Það sem gerir forritið svo skemmtilegt er að til að lesa fréttir í gegnum Flipboard, þá er hægt að lesa fréttir á mörgum vefsíðum með því að fletta í gegnum þær, nánast eins og um dagblað sé að ræða.

Mac OS X LionMac: Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist grannt með fréttum af Apple að það stóð aldrei til að Lion stæði notendum til boða nema í gegnum Mac App Store.

Nú er Lion vissulega fáanlegt á minnislykli í Apple búðum, en kostar þá 69 bandaríkjadali í stað 29 dala sé stýrikerfið keypt í Mac App Store. Ef þú vilt setja upp Lion í fleiri en einni tölvu án þess að ná í Lion skrána aftur og aftur, eða setja Lion upp á tölvuna og byrja á öllu frá grunni þá geturðu hæglega búið til þinn eigin uppsetningardisk eða uppsetningarlykil af Mac OS X Lion, sbr. leiðarvísirinn að neðan.

Google PlusÞrátt fyrir að Google+ sé enn á prófunarstigi þá hefur það farið um internetið eins og eldur um sinu. Vinsældir Google+, sem í daglegu tali er gjarnan nefndur Plúsinn, eru slíkar að meira en 10 milljón notendur eru komnir á þennan nýja samskiptavef.

Með tilkomu forritsins er enn auðveldara en áður að skoða Google+ almennt, auk þess sem notendur geta skrifað smáskilaboð til annarra notenda með Huddle.

Gorillaz - The FallFyrir síðustu jól þá gaf hljómsveitin Gorillaz út plötu sem hún dreifði frítt til aðdáenda sinna. Platan er nokkuð sérstök að því leyti að hún var alfarið unnin á iPad í eigu forsprakka sveitarinnar, Damon Albarn, á meðan hljómsveitin var á tónleikaferðalagi um Bandaríkin.

Efnilegir tónlistarmenn og iPad eigendur geta kannski hlustað á diskinn diskinn og náð svo í eitthvað af eftirtöldum forritum, en hér að neðan er listi yfir forritin sem hljómsveitin notaði við gerð plötunnar. Tenglarnir vísa allir á App Store síðu hvers forrits.

iWork pakkinn frá Apple (þ.e. Pages, Keynote og Numbers) hefur staðið iPad notendum til boða frá því hann kom á markað. Í gær var öll forritin í pakkanum uppfærð í útgáfu 1.4, og með uppfærslunni eru forritin nú iPhone og iPod Touch samhæfð, svo eigendur slíkra tækja geta nú náð í Pages, Keynote eða Numbers á $9.99 stykkið.

Síðan App Store var sett á laggirnar sumarið 2008, þá hefur úrval forrita farið vaxandi. Þegar búðin var opnuð þá stóðu notendum 800 forritum til boða. Í dag er þessi fjöldi yfir 350.000, og það var því ekki að ástæðulausu að Apple var með „There’s an app for that“ auglýsingaherferð sína fyrir tveimur árum.

Til að byrja með var úrval forrita nokkuð takmarkað, en eins og auglýsingin gefur til kynna, þá er hægt að fá forrit fyrir næstum því hvað sem er í dag á iPhone. Lítum á nokkur sem allir nýir iPhone eigendur verða að eiga.

iPhone: Til að stofna aðgang að iTunes búðinni, sem m.a. veitir þér aðgang að App Store þá þarftu að vera með iTunes í tölvunni, þannig að Linux notendur eru því miður úti í kuldanum. Þeir sem eru ekki með iTunes geta sótt það hér.
Hér að neðan má sjá leiðbeiningar til að stofna iTunes aðgang í iPhone, sem veitir manni aðgang að App Store og iTunes Music Store.