fbpx
Tag

App Store

Browsing

Sparrow iPhone

Tölvupóstforritið Sparrow hefur notið nokkurra vinsælda meðal Mac notenda, en það býður upp á einfalt og þægilegt viðmót, og er léttara í keyrslu heldur en Apple Mail. Útgáfa fyrir iPhone og iPod Touch lenti í App Store í gær.

Strætó AndroidFyrir stuttu síðan greindum við frá því að Strætó forrit væri komið fyrir Android, og nú er sams konar forrit einnig komið fyrir iOS stýrikerfið, sem iPhone, iPad og iPod Touch keyra á. Þetta er mjög hentugt forrit fyrir þá sem taka reglulega strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.

Merkum áfanga var náð fyrir stuttu í App Store búðinni, sem Apple rekur fyrir iOS tæki, en fyrirtækið greindi nýverið frá því að 25. milljarðasta forritið hefði verið sótt úr búðinni. iPhone síminn frá Apple kom fyrst á markað árið 2007, og ári síðar þá var App Store búðin sett á laggirnar. Minna en ári síðar var milljarðasta forritið sótt úr búðinni. Fyrir rúmu ári síðan var því fagnað að 10. milljarðasta forritið var sótt úr búðinni, sem sýnir vöxt App Store búðarinnar, en rétt tæplega 50 milljón forrit eru sótt úr búðinni á degi hverjum.

iFantasyFootball LogoiOS: Ef þú ert áhugamaður um ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu og tekur þátt í draumaliðsleiknum á fantasy.premierleague.com, þá er iFantasyFootball forrit sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara.

iFantasyFootball er forrit sem gerir þér kleift að skoða og breyta liðinu þínu úr iPhone símanum þínum þannig að þú getir breytt liðinu þínu þótt þú sért fastur í veislu seint á föstudagskvöldi.

Tweetbot er vinsælasta Twitter forritið í App Store sem er ekki ókeypis, og ekki að ástæðulausu. Forritið kom eins og stormsveipur á markaðinn, með eiginleikum sem fáir höfðu hugsað sér að væru nauðsynlegir, en geta nú ekki lifað án.

Hægt er að Tweetbot að þörfum notandans upp að vissu marki, og meðal vinsælustu eiginleika forritsins er að geta þrísmellt (e. triple-tap) á Twitter færslu til að svara notanda, setja viðkomandi færslu í Favorites, retweet-a eða þýða viðkomandi færslul.

Black SMS logoiOS: Ef þú þarft að senda einhverjum SMS sem varðar viðkvæmt atriði, þá getur verið heldur hvimleitt ef móttakandinn er ekki við símann og einhver forvitin sál sér skilaboðin, hvort sem það er í óvart eða viljandi. Black SMS leysir þetta vandamál með því að dulkóða skilaboð áður en þau eru send, sem virkar þannig að móttakandi skilaboðanna þarf að vita lykilorð sem fylgir þeim.


Leikjafyrirtækið OnLive kynnti til sögunnar nýtt forrit, OnLive Desktop, á CES raftækjasýningunni sem fór fram í Las Vegas, Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. OnLive Desktop er nokkuð magnað forrit, en með því er hægt að keyra smækkaða útgáfu af Windows 7 á iPad, og það án þess að borga krónu fyrir.

Trompið í OnLive Desktop er að það gerir notendum kleift að nota Microsoft Word, PowerPoint og Excel á iPad, sem ætti að laða einhverja notendur að, sem þekkja það vinnuumhverfi betur heldur en aðra ritla sem til eru á iPad.

Ef þú átt iPad og tekur oft góðan YouTube hring á honum, annaðhvort sjálfur eða með vinum og vandamönnum, þá getur það verið heldur leiðinlegt að þurfa að stoppa á milli myndbanda, velja annað, láta það hlaðast og hefja svo spilun á ný. Nowbox tæklar þetta vandamál nokkuð vel, og gerir áhorf YouTube myndbanda bæði þægilegra og skemmtilegra. Forritið er ókeypis, þannig að það sakar ekki að prófa.

iOS: Tölvuleikjafyrirtækin EA og Gameloft eru í þvílíku jólaskapi þessa dagana, og hafa snarlækkað verðið á meira en 100 leikjum sem allir eru seldir í App Store. Á listanum má finna leiki, sem kostuðu allt upp í $9.99, sem kosta nú einungis $0.99.

Meðal leikja sem eru í boði á þessu lækkaða verði frá EA eru Battlefield: Bad Company, Boggle, FIFA 12, NBA Jam, Madden NFL 12, RISK og margir fleiri. Frá Gameloft má nefna leikina NOVA 2, Driver, Spider-Man: Total Mayhem, Tom Clancy’s Ranbow Six: Shadow Vanguard og 12 leiki til viðbótar.

iOS: Ef þú ert á aldrinum 30-45 ára þá spilaðir þú kannski gamla klassíska Breakout leikinn sem Atari gaf út árið 1976. 35 árum síðar þá er útgáfa af þessum leik komin í App Store fyrir öll iOS tæki og heitir Breakout Boost. Leikurinn kemur á 40 ára afmæli Atari fyrirtækisins.