
Apple hefur sent frá sér auglýsingu fyrir nýju iPad mini spjaldtölvuna sem þeir kynntu til sögunnar í síðasta mánuði, og fór í sölu síðasta föstudag.
Í auglýsingunni má sjá iPad og litla bróður, iPad mini, vera notaða saman til að spila lagið Heart and Soul í Garageband forritinu frá Apple.
Windows 8 kemur á markað 26. október næstkomandi, en Microsoft setti markaðsherferð fyrir stýrikerfið í gang síðastliðinn sunnudag.
Apple hefur sent nýja auglýsingu frá sér fyrir iPod spilarann, en iPod touch og iPod nano hafa báðir fengið fínar uppfærslur. Auglýsingin þykir minna á gömlu silhouette auglýsingarnar sem voru sýndar fyrir 6-7 árum.


Apple sendi nýja auglýsingu frá sér um helgina. Að þessu sinni er iPhone 4S ekki í aðalhlutverkinu, heldur iCloud. iCloud er skýþjónusta sem gerir notendum kleift að hafa dagatal, forrit, tölvupóst, myndir o.fl. allt stillt saman við vefþjón Apple.
Fyrirtækið Apple hefur sent frá sér tvær nýjar sjónvarpsauglýsingar fyrir iPhone 4S, og sem fyrr þá er aðstoðarkonan hún Siri í brennideplinum. Fyrri auglýsingin sýnir ferðalanga nýta Siri til að finna bestu leiðina á áfangastað sinn með Google Maps, og finna áhugaverða matsölustaði og fleira með Yelp, sem er staðbundið þjónustuforrit.