fbpx
Tag

Chrome

Browsing

Google Chrome merkiðÍ ljósi aukinna vinsælda Chrome netvafrans frá Google þá hefur fyrirtækið ákveðið að efna til keppni fyrir snjalla tölvuhakkara. Markmið keppninnar fyrir téða hakkara er að finna öryggisvillur (e. exploits) í vafranum og greina frá þeim. Verðlaunafé nemur samtals einni milljón dollara, eða rúmlega 125 milljónum króna, sem skiptist jafnt niður á þátttakendur.

Facebook tekur alltaf einhverjum breytingum á nokkurra mánaða fresti, notendum ýmist til ánægju eða mæðu. Meðal breytinga sem voru gerðar á þessum vinsæla samskiptamiðli var svokallað „Theater mode“ sem birtist nú alltaf þegar maður er að skoða myndir. Með Social Fixer (tengill í lok greinar) er hægt að slökkva á því, ásamt því sem hægt er að gera margar litlar breytingar, sem falla að óskum notandans.

Chrome: Nú þarftu ekki lengur að fara inn á Já.is til að senda SMS af netinu, því viðbót fyrir Google Chrome hefur staðið okkur Íslendingum (og raunar útlendingum líka ef út í það er farið) sem einfaldar þetta til muna.

Uppsetning er sáraeinföld. Setjið upp viðbótina og takið svo eftir Já.is merkinu sem birtist hægra megin við veffangsstikuna (e. address bar). Það er hann stebbix sem á heiðurinn að þessari ágætu viðbót, sem er ekkert nema snilld.

Google ChromeGoogle Chrome: Ef þér finnst þú vera að eyða allt of miklum tíma á ákveðnum vefsíðum, t.d. Facebook, þegar þú ættir að vera að vinna/læra eða gera eitthvað af viti, þá er ekki galið að gefa StayFocusd tækifæri til að sýna sig og sanna.

StayFocusd er, eins og nafnið gefur kannski til kynna, lítil viðbót fyrir Google Chrome, sem er til þess fallið að maður einbeiti sér að því verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur, í stað þess að vera alltaf „bara aðeins að kíkja á Facebook“ eða eitthvað á þá leið.

Turn Off The LightsFirefox/Chrome/Safari/Opera/IE: Turn Off The Lights er einföld viðbót, sem er til fyrir alla helstu vafra (sjá upptalningu að ofan). Það sem viðbótin gerir er að sverta allt á skjánum nema myndbandið sem þú ert að horfa á. Þessi viðbót ætti t.d. að breyta lífi þeirra til sem nota YouTube mikið í þeim tilgangi að horfa á þætti og/eða kvikmyndir.

Download YouTube as mp4„Download YouTube Videos as MP4“ er mjög einföld viðbót fyrir alla helstu vafra. Með viðbótinni þá bætist lítill „download“ linkur hægra megin við „Share“ á öllum YouTube myndböndum sem maður horfir á, sem getur einfaldað manni lífið til muna, einkum ef maður er að horfa á sömu myndböndin aftur og aftur. Með þessu móti er hægt að spara dýrmæta bandvídd með því að hala myndbandinu einfaldlega niður á tölvuna, og spila það svo aftur beint af tölvunni í staðinn fyrir að fara á YouTube.

Birtu margra síðna grein á einni síðu með PageZipperSumar greinar eru þannig úr garði gerðar að til að lesa alla greinina, þá þarf maður í rauninni að smella sig í gegnum hana ef svo má að orði komast, þar sem greinin skiptist sem skiptast niður í margar, lesandanum til mæðu.

PageZipper er lítið bookmarklet frá PrintWhatYouLike (einnig til sem Chrome eða Firefox viðbót), og bjargar þessu á svipstundu. Eina sem notandinn þarf að gera er að draga tengilinn að neðan í Bókamerki, smella á PageZipper, og þá hleður vafrinn næstu síðu, ýmist þegar maður skrunar niður eða smellir á þar til gerða hnappa sem birtast þegar maður smellir á Bookmarklet-ið.