
Firefox vafrinn frá Mozilla hefur fengið enn eina uppfærsluna, og er nú kominn í útgáfu 22. Eins og við höfum áður greint frá þá eru uppfærslur á vafranum orðnar nokkuð tíðar (svo tíðar að við greindum frá því í febrúar að Firefox 19 væri kominn út, en misstum af útgáfu Firefox 20 og Firefox 21)
Í gær greindum við frá því hvernig Mozilla hyggst nota öll meðul til að Firefox stýrikerfið muni ná sæmilegri útbreiðslu á farsímamarkaði síðar á árinu.





Facebook tekur alltaf einhverjum breytingum á nokkurra mánaða fresti, notendum ýmist til ánægju eða mæðu. Meðal breytinga sem voru gerðar á þessum vinsæla samskiptamiðli var svokallað „Theater mode“ sem birtist nú alltaf þegar maður er að skoða myndir. Með Social Fixer (tengill í lok greinar) er hægt að slökkva á því, ásamt því sem hægt er að gera margar litlar breytingar, sem falla að óskum notandans.
Firefox: Ég nota Google Chrome í daglegu lífi, og er mjög sáttur með það. Fyrir utan eitt. Eitt sem ég sakna úr Firefox, og það er DownThemAll. Fyrir mér er DownThemAll viðbótin sem fær mig alltaf til að fara aftur í Firefox endrum og sinnum. DownThemAll er viðbót fyrir Firefox, sem gerir notendum kleift að nýta internettenginguna til fulls (takmarkast auðvitað annars vegar af hraða á tengingu og hraða á vefþjóni) og meira til.