Google Chrome: Ef þér finnst þú vera að eyða allt of miklum tíma á ákveðnum vefsíðum, t.d. Facebook, þegar þú ættir að vera að vinna/læra eða gera eitthvað af viti, þá er ekki galið að gefa StayFocusd tækifæri til að sýna sig og sanna.
StayFocusd er, eins og nafnið gefur kannski til kynna, lítil viðbót fyrir Google Chrome, sem er til þess fallið að maður einbeiti sér að því verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur, í stað þess að vera alltaf „bara aðeins að kíkja á Facebook“ eða eitthvað á þá leið.