Tag

Google Chrome

Browsing

Google ChromeGoogle Chrome: Ef þér finnst þú vera að eyða allt of miklum tíma á ákveðnum vefsíðum, t.d. Facebook, þegar þú ættir að vera að vinna/læra eða gera eitthvað af viti, þá er ekki galið að gefa StayFocusd tækifæri til að sýna sig og sanna.

StayFocusd er, eins og nafnið gefur kannski til kynna, lítil viðbót fyrir Google Chrome, sem er til þess fallið að maður einbeiti sér að því verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur, í stað þess að vera alltaf „bara aðeins að kíkja á Facebook“ eða eitthvað á þá leið.

Google TalkGoogle Chrome: Þótt Facebook spjallið sé eflaust vinsælasta aðferð einstaklinga til að spjalla við vini og vandamenn, þá eru þó nokkrir sem nota Google Chat (einnig oft kallað Google Talk eða Gmail Chat meðal notenda) til að eiga samskipti við aðra aðila. Google Chat hefur það umfram Facebook að maður getur notað það sem hefðbundið IM spjall, en einnig notað það í hljóð- og/eða myndsamtöl við aðra (athugið þó að Facebook hefur boðað samstarf við Skype, þannig að það ætti að vera einhver breyting á því á næstunni).

Að neðan má viðbót fyrir Chrome, sem býður manni upp á að hafa Google Chat opið óháð því hvort að Gmail glugginn sé opinn hjá manni eða ekki, og birtir raunar Google Chat í þeim glugga sem er opinn hverju sinni.

Download YouTube as mp4„Download YouTube Videos as MP4“ er mjög einföld viðbót fyrir alla helstu vafra. Með viðbótinni þá bætist lítill „download“ linkur hægra megin við „Share“ á öllum YouTube myndböndum sem maður horfir á, sem getur einfaldað manni lífið til muna, einkum ef maður er að horfa á sömu myndböndin aftur og aftur. Með þessu móti er hægt að spara dýrmæta bandvídd með því að hala myndbandinu einfaldlega niður á tölvuna, og spila það svo aftur beint af tölvunni í staðinn fyrir að fara á YouTube.

Margur Facebook notandinn kvartar sáran undan því að þurfa alltaf að smella á „Nýtt“ eftir að fréttaveitan birtist eftir innskráningu. Ástæðan er sú að þessar færslur sem Facebook flokkar „Helstu fréttir“ eru oft og tíðum fréttir gærdagsins sem enginn hefur áhuga á.

Með því að setja inn litla viðbót í vafrann sem auðveldar manni lífið. Þessi litla viðbót breytir Facebook-inu, þannig að sjálfgefin stilling sé sú að hlaða nýjum fréttum í stað „Helstu frétta“.