fbpx
Tag

iPad

Browsing

iWork pakkinn frá Apple (þ.e. Pages, Keynote og Numbers) hefur staðið iPad notendum til boða frá því hann kom á markað. Í gær var öll forritin í pakkanum uppfærð í útgáfu 1.4, og með uppfærslunni eru forritin nú iPhone og iPod Touch samhæfð, svo eigendur slíkra tækja geta nú náð í Pages, Keynote eða Numbers á $9.99 stykkið.

Mac: Ýmis forrit eru til fyrir Apple tölvur sem gera fátt annað en að breyta sniði á videoskrám til að hægt sé að horfa á efnið í iPhone, iPad o.s.frv. Maður þarf þó ekki að leita langt til að gera þetta, því þetta er allt hægt með QuickTime Player sem fylgir öllum Apple tölvum. Eina sem notendur þurfa að ná í er lítil viðbót sem heitir Perian, og er innan við 5MB að stærð. Leiðarvísir að neðan:

RipItMac: Fjölmargir notendur ríghalda í DVD spilarana sína því þeir eiga 40-50 DVD myndir sem gera ekkert nema að taka pláss. Ef fólk vill eiga myndirnar, en spara sér hilluplássið þá býður forritið RipIt frá The Little App Factory fyrir Mac upp á lausn, sem er svo einföld að leikskólabörn ættu að getað notað forritið.

Stöð 1 er ný íslensk sjónvarpsstöð, sem hóf göngu sína á síðasta ári (nánar tiltekið 29.okt 2010). Stöðin sýnir úrval kvikmynda allan sólarhringinn og er rekin fyrir auglýsingatekjur.

Tæknimenn stöðvarinnar hafa nú unnið þrekvirki, og öllum notendum Apple tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, gefst nú kostur á að horfa á útsendingu stöðvarinnar með sáraeinföldum hætti. Nóg er að fara inn á heimasíðu stöðvarinnar, stod1.is og smella á  „Horfa á útsendingu“, sbr. mynd að neðan.

iPhone: Til að stofna aðgang að iTunes búðinni, sem m.a. veitir þér aðgang að App Store þá þarftu að vera með iTunes í tölvunni, þannig að Linux notendur eru því miður úti í kuldanum. Þeir sem eru ekki með iTunes geta sótt það hér.
Hér að neðan má sjá leiðbeiningar til að stofna iTunes aðgang í iPhone, sem veitir manni aðgang að App Store og iTunes Music Store.

Fyrr í dag þá gaf Apple út litla uppfærslu á iOS stýrikerfinu sínu, sem er nú komin upp í 4.3.3. Eini tilgangur uppfærslunnar er að laga villuna sem var tilefni mikillar fjölmiðlaumfjöllunar undanfarnar vikur. Villan var sú að síminn skráði upplýsingar um heita reiti og fjarskiptamöstur sem voru nálægt símanum hverju sinni, og safnaði í skrá. Uppfærslan virkar fyrir eftirfarandi iTæki:

iPhone 3GS/4

iPad/iPad 2 og

iPod Touch 3G/4G.