iOS útgáfa af Google Chrome, netvafranum sem er sífellt að sækja í sig veðrið, lenti í App Store laust fyrir helgi. Bæði iPad og iPhone útgáfa komu út þannig að enginn verður svikinn með þessu nýja forriti.
Ef þú notar Google Chrome á tölvunni þinni þá geturðu stillt saman (e. sync) vafrið, þannig að ef þú ert að skoða síður á tölvunni, þá geturðu haldið áfram þar sem frá var horfið í iPhone, iPod Touch eða iPad.

Leiðarvísir síðunnar um hægt sé að nota
Þetta er það bréf sem berst þættinum einna oftast, þ.e. hvort eða hvernig hægt sé að spila .avi skrár á annaðhvort iPhone eða iPad. Ein lausn sem margir hafa nýtt sér er að ná í forritið Handbrake og breyta öllum .avi skrám í .mp4 snið sem iTunes skilur, en það krefst mikillar handavinnu og tíma, nokkuð sem maður hefur ekki ef ætlunin er að skella einum Gossip Girl þætti á símann áður en haldið er í ræktina.
Fyrr í vikunni var greint frá því að 
Með auknum vinsældum iPad spjaldtölvunnar, þá eru sífellt fleiri notendur eingöngu að nota skjályklaborð tölvunnar í stað hefðbundins lyklaborðs (þótt vert er að benda á að hægt er að tengja Bluetooth lyklaborð við iPad). Í eftirfarandi myndbandi er farið út í ýmis ráð til að slá inn texta og tákn hraðar en ella.
Ef þú ert svo skjálfhentur að þú nærð aldrei góðri mynd, eða vilt geta tekið fjarstýrðar myndir, þá geta heyrnartólin sem fylgdu með iPhone símanum þínum komið að gagni. Ef þú ert með iOS 5 uppsett á iPhone, iPad eða iPod touch tækinu þínu, þá geturðu einfaldlega tengt heyrnartólin þín og notað hækka takkann (e. volume up) til að smella af mynd þegar þú ert í Camera forritinu.
