fbpx
Tag

iPad

Browsing

TuneIn RadioNú lifum við á þeim tímum að eftir 5-10 ár er alls óvíst að vísitölufjölskyldan muni eiga hefðbundið útvarp í eldhúsinu sem ómar þegar börnin koma heim úr skólanum . Það er því ekki von að maður spyrji sig hvernig maður eigi þá að hlusta á Spegilinn, Víðsjána og Reykjavík síðdegis heima hjá sér ef ekkert útvarp er á heimilinu. Við á Einstein ætlum að bæta úr því með því að benda á forrit sem gerir þér kleift að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar í bæði iPhone og Android (og raunar líka Blackberry og Windows Phone 7).

Dropbox iOS 2.0

Skýþjónustan Dropbox gaf nýlega út stóra uppfærslu á iOS forriti fyrirtækisins, þegar Dropbox 2.0 kom í App Store.

Dropbox eru greinilega að leggja mikið undir til að notendur setji inn allar myndirnar sínar á Dropbox, því þeir hafa lagt ríka áherslu á flott og þægilegt viðmót þegar myndir eru skoðaðar (samanber myndin að ofan).

iPad - thumbnail

Til að hjálpa lesendum nær og fjær þá ætlum við nú að byrja með liðinn „Einstein rýnir“ þar sem fjallað verður um stóra og smáa hluti sem einstaklingar geta vonandi nýtt sér þegar valkvíðinn er sem mestur.

Í þessum umfjöllunum okkar munum við leitast við að finna kosti og galla viðfangsefnisins hverju sinni.

Íslenskt lyklaborðJailbreak: Íslenskir iPhone, iPad og iPod touch notendur eru almennt nokkuð sáttir með iOS stýrikerfið frá Apple, en flestir eru þó sammála um að stuðningur við íslenskt lyklaborð mætti vera betri.

Eins og staðan er í dag þá þurfa þurfa notendur að ýta á og halda inni A til að fá Á, I til að fá Í o.s.frv. sem getur verið heldur tímafrekt ef maður er að skrifa langt bréf eða tölvupóst.

Svarti föstudagur eða Black Friday er nýafstaðinn, sem er stærsti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum.

Af því tilefni mældi fjárfestingabankinn Piper Jaffray sölu á iPad spjaldtölvum annars vegar og Surface spjaldtölvum hins vegar. Mælingarnar voru gerðar í verslunarmiðstöðinni Mall of America, sem er staðsett í Minneapolis, heimabæ fyrirtækisins, og niðurstöðurnar voru sláandi.

conan-ipad-mini-mega-150x150Kynningarmyndbandið fyrir iPad mini kom út fyrir stuttu, og í kjölfar þess fannst spjallþáttastjórnandum Conan O’Brien tímabært að gera myndband fyrir næstu gerð af iPad spjaldtölvu.

Myndbandið er sett fram með svipuðum hætti og kynningarmyndbönd Apple, þar sem Sir Jonathan Ive yfirhönnuður fyrirtækisins fer yfir helstu eiginleika viðkomandi tækis og má sjá með því að ýta á meira.

iPad klukka

Þeir sem hafa átt iPad frá örófi alda (ok síðan 2009) hafa hugsanlega tekið eftir því að lengi vel var ekkert klukkuforrit á iPadinum. Það breyttist með iOS 6, þegar Apple kom loksins með eitt slíkt á markað. Stílhreint klukkuforrit var komið í allar iPad spjaldtölvur. Eini gallinn var að sumum þótti klukkan aðeins of kunnugleg.

iMessageÞeir sem hafa fylgst með hérna á Einstein hafa kannski verið varir við fréttir sem við höfum flutt af áhrifum iMessage á tekjur fyrirtækja, auk annarra frétta.

Sumir eru jafnvel minnugir þess þegar þeir keyptu sér iPhone síma, sendu ósköp venjuleg skilaboð til vinar síns og fá þá til baka hamingjuóskir með nýja símann. „Hvernig í ósköpunum vissi hann að ég væri með iPhone? Ég hef ekki sagt neinum frá því“ hugsa margir.

Hér á eftir munum við fara aðeins út í það hvað iMessage er nákvæmlega.

Amazon merkiðNetfyrirtækið og vefverslunin Amazon skýtur föstum skotum á iPad mini spjaldtölvuna sem Apple kynnti í síðustu viku og kemur á markað 2. nóvember næstkomandi.

Þetta gerir fyrirtækið á forsíðu Amazon.com þar sem fyrirtækið auglýsir Kindle Fire HD tölvu fyrirtækisins, en þar má nú sjá samanburð á Kindle Fire og iPad mini.