fbpx
Tag

iPhone 5

Browsing

iPhone 5 - thumbnailBandaríkin eru án nokkurs vafa einn allra vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem vilja taka smá pásu frá hversdagsleikanum og sjá hversu mikið álag segulröndin á kreditkortinu þolir.

Þessir sömu ferðalangar hafa oft hug á því að kaupa einhver ákveðin raftæki, og nýta sér ódýrt verðlag í Bandaríkjunum, og iPhone símar eru þar engin undantekning. Mörgum þykir þó verðlag á iPhone símum vera heldur ruglingslegt, og ætlun okkar er að skýra betur hvar og hvernig þú getur keypt iPhone síma í Bandaríkjunum.

iPhone 5

Hvernig líst þér á iPhone 5? Ætlarðu að fá þér iPhone 5? Af hverju? Af hverju ekki?

Þessar spurningar hafa margir heyrt eða spurt síðustu daga, því iPhone 5 er heitasta varan í heiminum um þessar mundir.

Fyrirtækið AYTM Research gerði markaðsrannsókn í samvinnu við vefmiðilinn Mashable, þar sem viðfangsefnið var staða snjallsímamarkaðarins í lok þessa árs. Niðurstaðan var þessi skýringarmynd sem birt er hér að neðan.

Box - iPhone 5 - BoxSync

Box (sem hét áður Box.net) forritið hefur verið uppfært og styður nú iPhone 5. Til að fagna þeim áfanga þá hefur hið ágæta fólk hjá Box ákveðið að bjóða upp á 10GB af plássi fyrir nýja notendur (eða gamla notendur með minna en 10GB af plássi).

Margir eru um hituna þegar geymsla gagna í skýinu er annars vegar. Dropbox, iCloud, SugarSync, SkyDrive, Google Drive og Box eru helstu aðilarnir í þessum bransa, og fyrirtækin eru sífellt að reyna að laða til sín notendur frá samkeppnisaðilum sínum.

iphone5-gallery4-zoom

Það er fátt sem þú sérð jafn oft á hverjum einasta degi og veggfóðrið (e. wallpaper) á símanum þínum. Frá því að fyrsti iPhone leit dagsins ljós þá hafa þessar myndir allar verið í sömu hlutföllum. Það breyttist síðan með iPhone 5 símanum sem kom út fyrir stuttu síðan, þar sem að Apple tók upp á því að stækka skjáinn um hálfa tommu.