Ef þú notar iMessage í iOS, þá má vera að þú sjáir annaðhvort að skilaboðum þínum hafi verið komið til skila eða jafnvel að móttakandinn hafi lesið þau.
Eftir umfjöllun okkar (og annarra) um byltingarkennda nálgun OZ til að horfa á sjónvarp, þá hafa viðbrögðin ekki staðið á sér, en fjölmargir Íslendingar skráðu sig í beta prófun OZ og nýttu sér vefforrit þjónustunnar.
Vissir þú að það er hægt að nota heyrnartólin sem fylgdu með iPhone símanum þínum sem fjarstýrðan afhleypi?
Eftir að iOS 5 kom út þá kom sú mikla bót að iPhone eigendur gátu loks tekið myndir með því að ýta á „hækka“ takkann á hlið símans.
Spánverjinn David Ferrer er meðal bestu tennisleikara heims (4. sæti á heimslistanum), og fyrir vikið er hann umlukinn styrktaraðilum sem vilja allt fyrir hann gera.
Bandaríski samfélagsmiðilinn Twitter svipti í dag hulunni af þjónustunni Twitter #music sem fyrirtækið segir að muni breyta því hvernig fólk finnur tónlist á netinu.
Þjónustan byggir (eðlilega) á Twitter, og fer í gegnum Twitter færslur til að finna vinsælustu lögin hverju sinni, og hugsanlegar stjörnur morgundagsins. Lögin á Twitter #music koma frá þremur tónlistarveitum: iTunes, Spotify eða Rdio.
Sprota- og hugbúnaðarfyrirtækið OZ mun bráðum bjóða íslenskum Apple TV eigendum upp á nýja og byltingarkennda leið til að horfa á íslenskt sjónvarp.
Facebook fyrir iOS fékk uppfærslu í gær, og er nú komið í útgáfu 6.0.
Forritið tekur dálítið mið af Facebook Home viðmótinu sem fyrirtækið kynnti um daginn, en nú geta notendur haft svokallaða Chat Heads sýnilega þegar þeir spjalla við vini sína á Facebook, þannig að minni líkur eru á að einstaklingar gleymi að kveðja áður en þeir skilja við snjallsímann og halda á vit ævintýranna.
Bandaríska tæknifyrirtækið Apple er að undirbúa framleiðslu á nýrri kynslóð af iPhone símanum vinsæla. Talið er að síminn muni koma…
FixYa hefur að geyma eitt stærsta safn af spurningum og svörum notenda um ýmis málefni. Fyrir stuttu síðan tók vefurinn saman fyrirspurnir notenda varðandi varðandi snjallsíma þeirra, og flokkuðu þær eftir framleiðanda.
AirPlay tæknin frá Apple er nokkuð mögnuð. Hún gerir eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch (auk nýlegra Mac tölva) kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd þráðlaust yfir á Apple TV sem er tengdur sama neti.
Með ýmsum forritum er svo hægt að nýta AirPlay tæknina á ýmsa vegu, t.d. spegla skjáinn úr Windows og Mac tölvum með AirParrot, spila myndbandsskrár af Mac tölvu á Apple TV auk þess sem hægt er að breyta Windows tölvum í AirPlay móttakara.
Líklegt þykir að næsta kynslóð af iPhone símanum frá Apple, iPhone 5S, muni koma á markað í ágúst á þessu ári. Einnig er talið að nýr iPad og iPad mini muni verða kynntir á næstu mánuðum.