fbpx
Tag

iPhone

Browsing

RemoteÍ gær þá kom tímabær uppfærsla af hinu vinsæla Remote forriti fyrir iOS, sem er nú komið í útgáfu 3.0.1.

Með forritinu geta er hægt að stjórna iTunes safni tölvunnar eða Apple TV úr iPhone eða iPad.

Með uppfærslunni þá er leitarmöguleiki kominn í forritið, auk þess sem ýmsar villur voru lagaðar þannig að forritið er nú stöðugra.

iOS 6.1

Í gær gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu, sem er nú komið í útgáfu 6.1.

Með uppfærslunni þá fengu fjölmörg símafyrirtæki LTE (4G) stuðning, auk þess sem að iTunes Match notendur geta halað niður einstökum lögum úr iCloud.

Temple Run 2 - Gameplay

Framhald af hinum vinsæla Temple Run frá Imagi Studios er kominn í App Store fyrir iPhone, iPad og iPod touch.

Tilgangur leiksins er sá sami, þ.e. að hlaupa undan skrímslinu sem reynir að ná þér og safna pening í leiðinni. Hljómar ekki spennandi, en leikurinn er tilvalinn til að láta nokkrar mínútur líða eins og sekúndur ef röðin í bankanum er aðeins of löng fyrir þinn smekk.

OkCupidNadav Nirenberg er 27 ára Bandaríkjamaður sem býr í New York borg. Fyrir fáeinum dögum lenti hann í martröð hvers snjallsímaeiganda þegar símanum hans var stolið.

Stuttu eftir þjófnaðinn komst Nadav að því að þjófurinn ætlaði ekki einungis að stela símanum hans heldur einnig tækifærinu til að hitta draumaprinsessuna.

Mörgum þykir ótrúlegt að blindir geti notað snertiskjásíma eins og iPhone.

Tommy Edison gerir það og gott betur, því ekki bara á hann iPhone síma sem hann notar mikið í daglegu lífi sínu, heldur tekur hann talsvert af myndum með Instagram sem hann deilir með heiminum. Spurningin sem brennur þá eflaust á vörum allra er: hvernig?