Apple lagði fram mikilvægt sönnunargagn í vikunni sem í málaferlum fyrirtækisins við Samsung. Sönnunargagnið sem um ræðir er innanhússkýrsla sem Samsung gerði árið 2010, sem gefur til kynna að Galaxy S síminn myndi vera betri ef hann væri líkari iPhone símanum frá Apple.
Í gær kynnti raftækjaframleiðandinn Samsung nýjan síma til sögunnar sem á að taka við keflinu af Galaxy S II. Síminn ber nafnið Galaxy S III (ekki bara Apple sem nenna ekki lengur að spá í nöfnum fyrir tækin sín), og er hlaðinn betri vélbúnaði en forveri sinn.
Android: Ef þú átt Samsung síma, þá getur verið SMS skilaboð frá þér séu óskiljanleg ef þau eru með séríslenska stafi. Guðmundur Jóhannsson hjá Bloggi Símans kom með færslu á dögunum sem sýnir hvernig hægt er að laga þetta, en það er hægt í þremur litlum skrefum:
Stríðið milli Apple og Samsung heldur áfram. Undanfarin 5 ár hefur Apple varla minnst einu orði á önnur fyrirtæki í viðburðum sínum. Það breyttist í gær þegar Tim Cook lagði áherslu á að hvernig sum iOS forrit væru sniðin með iPadinn í huga, en þá kvað hann forrit keppinautanna vera heldur ljót, og tók Samsung spjaldtölvuna sem dæmi.
Aðdáendur Android stýrikerfisins gleðjast eflaust yfir þeim fregnum að Samsung Galaxy S III komi í apríl, en margir bíða eftir símanum með mikilli eftirvæntingu. Talið er að Galaxy S III komi með 4.8 tommu HD skjá, fjögurra kjarna 1.5GHz örgjörva og bættri myndavél.
Fyrir stuttu síðan greindum við frá því að Samsung væri að gera góðlátlegt grín að Apple notendum sem bíða í biðröð eftir iPhone með auglýsingu sinni fyrir Samsung Galaxy S II símann.
Þá vildum við ekki draga neinar ályktanir um hvort þetta væri í góðu eða illu, en á meðan Apple vinnur hvert málið vinnur einkamál gegn þeim út um allan heim, þá virðist Samsung á sama tíma ætla að sækja hart að Apple með auglýsingum sínum því nú hefur fyrirtækið sett aðra auglýsingu í spilun og dreifingu, sem er beint framhald af fyrri auglýsingunni.
Samsung og Apple hafa að undanförnu eldað grátt silfur saman, en Apple stendur nú í málaferlum við Samsung varðandi útlit og hönnun á Samsung Galaxy Tab, en Apple kveður fyrrnefnda tækið vera svo líkt iPad í útliti að erfitt sé fyrir leikmann að sjá muninn á þeim.
Nú skal ósagt látið hvort Samsung hafi gert þessa auglýsingu með það fyrir augum að koma höggi á Apple, en í auglýsingunni er gert góðlátlegt grín að Apple notendum sem bíða margar klukkustundir í biðröð eftir einni vöru, og leggja áherslu á hversu auðvelt það er að verða sér úti um Samsung síma.